Starfsmannafélagið

Þriðjudagur 11. mars.  Fellsborg Skagaströnd.

Aðalfundur Starfsmannafélagsins Arnars HU-1.

Dagskrá fundar liggur fyrir:

    Fundur settur.

    Fundarstjóri, fundarritari.

    Skýrsla stjórnar 200-2008.

    Ársreikningur 2007.

    Umræður

    Kosning stjórnar.

    Lög félagsins yfirfarin.

    Önnur mál.

    Fundarslit.

 

  1. Fundur settur kl 20:10 af formanni Guðmundi Finnbogasyni.  Mættir þá eru 12, alls mættu 18 á fundinn þegar mest var.
  2. Fundarstjóri skipaður Guðmundur Finnbogason, fundarritari Baldur Magnússon.
  3. Skýrsla stjórnar.  Guðmundur Finnbogason formaður leggur skýrsluna fyrir fundinn.
  4. Guðmundur Finnbogason leggur ársreikninga fyrir fundinn.  Samþykktir.
  5. Ernst Berndsen tekur til máls um hákarla og stöðu sölumála á þeim.  Minnir á að menn láti sig (sölumanninn) vita um alla hákarla sem veiðast, hvað mikið, hvenær og hvar svo hann geti svarað kaupendum þegar þeir spyrjast fyrir um hákarlinn.
  6. Kosning stjórnar.  Kjörnefnd skipuð Guðmundur Henry Stefánsson, Guðjón Guðjónsson, Árni Siguðsson.  Jonni Ebbason (Guðjón Guðjónsson) leggur fram tillögu um að fráfarandi stjórn sitji áfram.  Engar aðrar tillögur og/eða mótbárur.   Samþykkt einróma, nýr varamaður kosinn í stað Ágústs Ómarssonar sem er flúinn á Málmey SK, Guðmundur Henrý Stefánsson.          
  7. Stjórn er þá skipuð:

                Guðmundur Finnbogason (Bimbó)

                Arnar Haukur Ómarsson

                Hafliði Þ Brynjólfsson.

                Skúli Tómas Hjartarson.

                Baldur Magnússon

                    Varamenn:

                    Ingvar Þór Jónsson

                    Guðmundur Henrý Stefánsson

 

    8.    Ný lög félagsins tekin fyrir. Sjá fylgiskjöl.

                Hver lagagrein tekin fyrir sér og rædd.

                1.gr.samþykkt

                2.gr.samþykkt

                3.gr.samþykkt

                4.gr. samþykkt

                5.gr. samþykkt

                6.gr.  samþykkt

                7.gr. samþykkt

                             Gömlu lögin felld úr gildi.

                            Ný lög samþykkt einróma.

 

    9.    Önnur Mál

                Hildur Ingólfsdóttir  skólastjóri Höfðaskóla Skagaströnd hefur sent þakkarbréf fyrir styrk á kaupum gagnvirkrar töflu.  Lesið fyrir fundarmenn.

                Jónas Þorvaldsson leggur fram tillögu um að félagið gefi Höfðaskóla hina nýju tölvu sem keypt var um borð.  Umræður um tölvukaup og eignir félagsins um borð, ýmsar skoðanir viðraðar.  Málið ekki borið upp - bara rætt. 

                Guðmundur Finnbogason segir frá 50 ára afmælisgjöfum til Björns Sigmundssonar, og Guðjóns Guðjónssonar.

                    Guðmundur Finnbogason kveður félaga voran Slavko sem hættir í sumar að öllu óbreyttu.  Menn kvöddu hann með lófataki.

                    Menn hvattir til að tala saman um grillveislu og notkun áfengis.  Ýmislegt rætt og margar skoðanir viðraðar.  Menn voru sitthvað á móti þáttöku barna í grillveislunni eða á móti brúkun áfengis i grillveislunni.  Einhverjir framsóknarmenn reyndu að finna milliveg milli þessara skoðana.  Ekkert ákveðið eða ályktað.

    9.    Guðmundur Finnbogason slítur fundi.

clockhere
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236931
Samtals gestir: 77714
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 01:56:18

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar