Færslur: 2010 Nóvember

22.11.2010 10:29

Brottför

Brottför í næstu veiðiferð er miðvikudagskvöld 24/11 kl 23:30.

21.11.2010 18:19

Allt er gott í hófi....

Sælir og kærir lesendur værir...


Það má ekki kæfa ykkur í bloggi svona rétt á meðan við erum að ná okkur á flug.
Það er það af okkur að frétta á milljarðaskipinu núna að við erum komnir til hafnar á Skagströnd. Að mestu leyti gekk túrinn nokkuð vel fyrir sig að undanskildum smá atvikum hér og þar í túrnum...
Eins og áður greindi frá vorum við ekkert í uppáhaldi hjá veðurguðunum sem þó skörtuðu ágætis veðri undir það síðasta.....

Kosning til stjórnlagaþings er á næstu grösum eða nánar tiltekið 27 þessa mánaðar! Ástæða er til þess að skora á lesendur síðunnar sem aldur hafa til að nýta sér atkvæðaréttinn sinn sem bundinn er í stjórnarskránni..... Magnað helvíti það:-)

Nóg hefur verið að gera hjá vinum okkar í lögreglunni á Blönduósi við að uppræta glæpi hjá hardcore glæpamönnum sem nýðst hafa á saklausum hænum með ólöglegum aðferðum, búnaði og eða leyfisleysi....Allt gott og blessað um það að segja!

Brottför í næstu veiðiferð er á miðvikudagskvöldið 24 nóvember kl:23,30. 
Stefnan er að sú veiðiferð standi fram undir jól og erum við á Árna róli komnir í langþráð jólafrí og í tilefni af því óskum við lesendum síðunnar og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla.

Astalavista.

14.11.2010 12:31

Lægðir yfir landinu...

Ja gúmoren!

Ekki verður flúin sú umræða að heimasíðan hefur legið niðri frá brottför skipsins, sem er bæ the way hreinlega ólýðandi.
Ekki er um að kenna tæknilegum örðuleikum, eða eins og góður maður sagði "Við höfum nákvæmlega enga helvítis afsökun" og því ber að biðjast velvirðingar....

Annars er það að frétta af okkur hér á milljarðaskipinu að við verðum í landi nk. laugardag og er það vel:-)
Veðurguðirnir hafa ekki verið með okkur í liði en eru það þó núna þegar þetta er skrifað, hins vegar er það nú einhvernveginn þannig að það hefur aldrei hvesst svo mikið að það hafi ekki lægt aftur...

Lítið er um stórar fréttir að svo komnu máli.
En eins og allir vita sem fylgjast með fréttamiðlum á landi ís og elda hefur umræða um transfitusýru í matvörum tröllriðið þjóðinni, og í kjölfar hennar má ekki borða popp,kleinur,smjörlíki ofl. tegundir sem þó hafa haldið lífinu í þjóðinni um aldir alda..
Hitt ber þó að nefna að franskar kartöflur komu nokkuð vel út úr þessari transfitumælingu og er það vel:-)
Gullni meðalvegurinn er þó það sem er kanski best í öllu þessu..... Og er eins með skrifin á síðu skipsins og neyslu matvara, "allt er gott í hófi"

Over&out..
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236931
Samtals gestir: 77714
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 01:56:18

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar