Færslur: 2010 Ágúst

11.08.2010 11:18

Kántrýstuð og gleði!

Jæja gott fólk nær og fjær.

Nú er svo komið enn á ný að veiðiferð þessi er að lokum kominn, túrinn hefur gengið vel og eru allir sáttir með sitt!
Við tókum þátt í hinu nýja gullgrafaraævintýri Íslendinga "Makrílveiðum" eins og flest önnur skip í flotanum.
Að svo stöddu er ekkert annað eftir en að þakka fyrir túrinn og segja bless...Brottför í næstu veiðiferð er á sunnudaginn nk. kl.15:30.

Tilkynning:)
Peltor kerfið á millidekkinu hefur endanlega gefið upp öndina og hefur verið fjárfest í nýju kerfi sem er keimlíkt hinu gamla......
Þó er munurinn sá að um FM sendir á millidekkinu er að ræða og eru þeir sem eiga heyrnartól sem styðjast við FM sendingar hvattir til að taka tólin sín með annars verða tól til sölu um borð fyrir þá sem ekki eiga tól.

Lifið heil með kántrý í hjarta....

11.08.2010 01:07

Betra seint en aldrei!

    Jæja, loksins hafði einhver það í sér að hamra inn einhvern pistil enda ekki seinna vænna þar sem áætlað er að við verðum í landi u.þ.b. kl 01:00 þann tólfta.  Ekki er hægt að neita því að það gladdi margan manninn að fá þau tíðindi og sjá fyrir sér að geta notið Kántrý daganna.

    Túrinn er búin að ganga nokkuð vel fyrir sig, aflabrögð þokkaleg og lestin við það að fyllast.  Miklu magni í lest má að vísu þakka þeim dásemdar fisk Makríl en við skelltum okkur á þann veiðiskap um miðbik túrsins.  Farið var inn á Ísafjörð og sótt trollið þar og staldrað við í einar 20 mínútur. Notuðu nokkrir drengirnir tækifærið, brugðu sér í betri fötin og hlupu upp í bæ til að troða einhverjum ósóma í andlitið á sér.  Gengu veiðar með endemum vel og fimm dögum seinna, eftir að menn voru búnir að troða ca. 230 tonnum af þessum kvikindum í gegn um línuna, var haldið á Grundarfjörð þar sem trollinu var skilað.  Að öðru leyti gekk túrinn bara sinn vanagang með nokkurnvegin fullri vinnslu og tilheyrandi viðhaldi á veiðarfærum, má í því tilefni taka fram að ALLIR dekkararnir á bátsmannsvaktinni tóku þátt í að splæsa upp á togvírinn.  Ekki má gleyma því að einnig fönguðum við tvo risa bein hákarla og voru getspökustu menn að slá á að þeir hefðu verið á bilinu 6-7 metrar hvor. 

                              "Þetta voru ekki 60 mínútur, þetta voru 58 mínútur!"
                                                                                     Stefán Stýrimaður

    Nokkrar umræður sköpuðust um útnefningar á hinum og þessum "mánaðarins" og komumst við fljótlega að því að eiginlega væri ekki sanngjarnt að útnefna einhvern ákveðin einstakling þar sem við vinnum allir sem ein heild þar sem enginn er öðrum fremri.  Vil ég þá nota tækifærið og útnefna áhöfn Arnars HU-1 sem starfsmann mánaðarins.  Best klæddu og "Herra" útnefninguna ætla ég að láta liggja milli hluta þar sem við erum ekki í neinum Ken leik hér um borð, heldur erum við hér til að vinna.

    Að lokum vil ég nota tækifærið og kveðja skipsfélaga okkar hann Kristján Pétur, sem er í síðasta túr sínum, en er hann að halda á vit æðri menntunar í Borg Óttans.  Sjáum svo til hvort hann mæti með skottið á milli lappanna eftir áramót eða nái að halda þetta út.  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236958
Samtals gestir: 77716
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 02:30:55

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar