Færslur: 2010 Júlí

10.07.2010 20:28

Ótitlað

GRILLVEISLA

Hin árlega grillveisla starfsmannafélags Arnars HU-1 verður haldin mánudaginn 12. júlí klukkan 17:00 á tjaldsvæði Skagastrandar ef veður leyfir... annars í Fellsborg.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta til að skemmta sér og öðrum.

09.07.2010 19:34

Hætt ber leik, þá hæst hann stendur!

Sælir lesendur kærir enn og aftur!

Hefst þá enn einn helvítis pistillinn..
Nú er svo komið fyrir okkur hér á Arnari HU-1 að túrnum fer að ljúka, við munum verða í landi á sunnudagskvöldið næstkomandi kl:21 ca. eða fljótlega eftir að Holland leggur Spán í úrslitaleik HM. Á morgun mun svo heimsveldið Þýskaland leggja Fórlan og félaga í Úrugvæ...... En það er önnur saga.
Túrinn  hefur gengið nokkuð vel og stóráfallalaust fyrir sig, ýmislegt kom uppá hjá okkur og ber helst að nefna að Rikki fór í land í miðjum túr til að verða viðstaddur fæðingu barns sem hann og kona hans Elísa áttu von á. Svo fór að Rikki okkar náði í tæka tíð og þeim fæddist stúlkubarn og óskum við þeim innilega til hamingju með það.
Við héldum 3 stórmót í FIFA 10 í X-box leikjatölvu þar sem sá er hér skrifar vann öll mótin með glæsibrag og er því Fifa kóngur túrsins.
Kani var spilaður af miklum eldmóð og skiptust á skin og skúrir í þeirri spilamennsku, en svo fór að Vestfirðingarnir Elvar og Steini unnu með glæsibrag.....Heppinn í spilum?Óheppinn í......

Við stofnuðum veðbanka um úrslitin í HM á upphafsdögum mótsins og var grimmt lagt undir, svo fór að Árni Ólafur Sigurðsson vann með glæsibrag og hirti pottinn af undirmönnum sínum sem var vel digur:) En Árni sannaði þar að kunnátta hefur ekkert með það að gera að vera góður í getraunum.....Eingöngu heppni þarf til:)

Við höfum hent inn myndum, látið Kolkrabba spá fyrir úrslitum í fótbolta ofl. ofl.

Samkeppni er oft af hinu góða,
Við efndum til samkeppni um best klædda skipverjann, Herra HU-1 og starfsmann mánaðarins!
Það fór svo að eftirtaldir urðu hlutskarpastir:

Best klæddi skipverjinn: Ernst Berndsen Yfir-vélstjóri

Herra HU-1: Valdimar Viggósson

Starfsmaður mánaðarins: Ólafur Þórir Hall


Við óskum hlutaðeigandi til hamingju með glæstan árangur.En eins og góður maður sagði, Við höfum staðið við okkar! Nú er komið að ykkur....... Kommentdálkurinn er opinn fyrir lesendur;ö-) Látið ljós ykkar skína!

Over&out:)

05.07.2010 11:11

HM-Kolkrabbi/ World cup Octopussy

Páll spáir Spánverjum sigri.
more pics:
http://arnarhu1.123.is/album/default.aspx?aid=183208

Komiði sæl og bless.

Eins og glöggir áhugamenn og konur um HM í Suður Afríku hafa tekið eftir eru undur og stórmerki að gerast úti í hinum stóra heimi!
Kolkrabbi nokkur í þýsku sædýrasafni hefur sýnt og sannað miklar sérgáfur, þar sem virðist ef rétt reynisr að kolkrabbinn sé skyggn.
Kolkrabbi þessi sem fæddist í Bretlandi og var fluttur í sædýrasafnið í Þýskalandi hefur hingað til verið getspakur á úrslit í HM og getið rétt til um úrslit þau er lögð hafa verið fyrir hann.
Gaman verður að fylgjast með hinum getspaka kolkrabba í framtíðinni og sjá hvernig honum reiði af í þessum harða heimi veðbanka og óútreiknanlegra úrslita í knattspyrnu.

Vel hefur borið í veiði hjá okkur á Arnari, því veiðst hefur glæsilegur kolkrabbi sem við ætluðum að nýta í þágu vísindanna með því að leggja fyrir hann nokkur próf á næstu dögum.
Fyrsta prófið er hans mat á úrslitum leiks Spánverja og Þjóðverja, það verður að viðurkennast að meiri líkur eru á sigri Þjóðverja ef marka má gengi liðanna fram til þessa í HM en okkar kolkrabbi hefur gefið það út að Spánverjar muni bera sigur úr bítum í viðureigninni og eru komnar myndir inná myndasíðuna okkar.

Hvort okkar kolkrabbi sé skyggn eða hinn frægi kolkrabbi sem ber nafnið Paul sé það skal ósagt látið en þó verður gaman að fylgjast með á næstu dögum hvort þeir hafi rétt fyrir sér.


Yfir og út.


04.07.2010 06:42

Framtaksleysi var það heillin...

Komiði nú sæl og blessuð eins og segir í inngangi Sjálfstæðs fólks hjá nafna mínum Ársæli Þórðar.


Þegar flugvél hefur sig til lofts er tilgangurinn alltaf sá sami í megin dráttum, það er að halda sér á flugi þar til komið er á áfangastað.
Sama er um pistlana hér hjá okkur strákunum og stelpunum á Milljarðaskipinu Arnari HU-1. Ekki er nóg að lyfta sér til flugs ef stefnt er á brotlendingu á miðri leið.....
Þegar þetta er skrifað er rétt rúm vika eftir af veiðiferðinni og hefur ýmislegt á daga okkar drifið það sem af er af ferðinni.

Um borð er kominn nýr ljósabekkur sem hefur verið nýttur til hins ýtrasta sem er vel, menn og konur eru orðin svo vægt sé til orða tekið Hel-tönuð.. I´m black and i´m proud:-)

Slegið hefur verið upp nokkrum mótum í tölvuspili þar sem keppt hefur verið í FIFA 10 í X-Box tölvuspilinu okkar. Sá er hér skrifar er en sem komið er konungur knattspyrnunnar í Fifa þó það verði að viðurkennast að sigurlíkur séu ekki vænlegar á næsta móti þar sem Matsmaðurinn hefur legið yfir leiknum 24/7 og er að verða ósigrandi....... Ætli maður keppi nokkuð aftur við þá drengina, best að hætta á toppnum:-)

Línurnar fara nú að skýrast með hverjir verði handhafar Heimsmeistaratitilsins í knattspyrnu næstu 4 árin, nokkuð ljóst er að veðbankar hljóti að veðja á vini okkar frá Germaníu eftir stórsigur þeirra á lærisveinum Diego Armando Maradona frá Argentínu. Spánverjar teljast seint líklegir handhafar titilsins eftir nauman sigur á Paragvæ.....EN þetta kemur allt í ljós, og er spennan orðin gífurleg þar sem veðbankinn er í fullum gangi hér um borð:)


Vangaveltur á göngunum:
Hvernig stendur á því að þegar gengið á íslensku krónunni hrundi hækkuðu gengistryggð bílalán samdægurs, en þegar þau voru svo dæmd ólögleg af Hæstarétti sem er hæsta dómsstig í Íslensku réttarkerfi á að skoða þetta betur og sjá til í ágúst,september eða einhverntímann eftir það?? Hvað er málið?
Eins er þessi þreytti frasi með heimsmarkaðsverð á olíu..... Ef það hækkar útí heimi eru birgðirnar það litlar á Íslandi að hækkunin tekur gildi umsvifalaust en hins vegar ef það lækkar eru birgðir félaganna hér heima svo miklar að verðlækkun verður skoðuð síðar....Eða bara ekki????

Lofað hefur verið að koma með myndir úr veiðiferðinni og verður því lofað áfram:)


Opnað hefur verið umboð fyrir Hársnyrtistofuna FLIX hér um borð og eru menn ansi skrautlegir en samt dáldið flottir....... Nemi frá stofunni hefur verið með í för og er boðið uppá herraklippingar og rakstur.Nú er mál að linni, Over&out.
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236977
Samtals gestir: 77716
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 03:27:22

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar