Færslur: 2010 Júní

29.06.2010 01:50

Grillveisla

Grillveisla!!

Áætlað er að halda hina árlegu grillveislu starfsmannafélagsins í næstu inniveru annaðhvort 12. eða 13. júlí. (mán-þri).
Nánar auglýst síðar.

Stjórnin.

23.06.2010 12:27

Engar fréttir,góðar fréttir.

Jæja gott fólk.


Lífið heldur áfram og nýjum degi fylgja nýjar áherslur.
Veðursæld hefur verið með eindæmum þennann túrinn og höfum við á milljarðaskipinu ekki farið varhluta af sælunni sem fylgir sólinni og góða veðrinu. Menn eru almennt orðnir hel-tanaðir og útiteknir eftir snilldar sólskins daga undanfarnar tvær vikur.

Ólögleg bílalán eru mikið í umræðunni þessa dagana og þá bæði í fréttamiðlum landans og á göngum skipsins.
Margir hafa blandað sér í umræðuna í landi en eftir því hefur verið tekið að ekkert hefur heyrst í hæst virtum fjármálaráðherra í sambandi við þetta mál... Sú var tíðin að Steingrímur Joð lét ekki sitt eftir liggja í málefnalegum umræðum þar sem " barist" var fyrir hag almennings þessa lands! En nú er öldin önnur, Ekkert heyrist í Steina gamla, og hefur reyndar ekki heyrst í honum síðan hann fékk ráðherrastól og þaðan af síður að Jóhanna láti hafa eitthvað eftir sér í sambandi við þetta viðkvæma mál sem snertir að vísu ansi margar fjölskyldur á landinu!
Nú skal beðið, það er ekki Ríkisstjórnarinnar að skipta sér af svona löguðu! Skjaldborgin sem nefnd var í aðdraganda hrunsins er gleymd og grafin og ekkert bólar á aðgerðum........ En skítt og laggó með það, það styttist alltaf í kosningar og þá munu margir hverjir muna eftir pólitíkusum sem haldnir eru ákvarðanfælni eins og meginþorri Samfylkingarfólksins og mönnum sem snéru baki við baklandi sínu um leið og þeir komust í stól á alþingi og er hér átt við láttvirtan Björn Val FYRRVERANDI sjómann.

En afhverju að eyða orku í skrif um alþingismenn og konur sem telja sig ekki þurfa eða eiga að skipta sér af málefnum sem snerta stóran hlut almennings, þegar við getum eytt orku í sólböð,gleði og glaum:)

Rósa Björg Högnadóttir er dyggur lesandi síðunnar!
Það ber svo vel í veiði að akkúrat á þessum degi árið 1958 fæddist Rósa Björg sem gerir hana að afmælisbarni dagsins... Við viljum óska henni innilega til hamingju með daginn og megi guð gefa henni gæfuríka framtíð.

Upp hefur komið sú hugmynd að kjósa "Herra Arnar" og "Best klædda" skipverjann þennann túrinn, tilnefningar eru nú þegar farnar að streyma til kjörstjórnar....


HM:
Nú fara línurnar að skýrast í HM og verður mikil spenna næstu dag yfir því hverjir fara áfram í úrslita keppni mótsins.......Áfram Ísland.
Segjum þetta gott í bili, bestu kveðjur úr sólinni.

17.06.2010 01:16

Hæ hó jibbí jei....

Hæ hó jibbíjei og jibbbbííjei.... Það er kominn 17 júní.

Sælir kæru lesendur,
Það er ekki úr vegi að óska ykkur og okkur innilega til hamingju með þjóðhátíðardaginn sem nú hefur poppað upp á dagatalinu eins og svo oft áður!
En þá er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort hann renni upp aftur að ári?? Jú við skulum ætla það að 17 júní komi aftur, en verður hann þá þjóðhátíðardagur Íslendinga? Eða verður hann sem hver annar vikudagur þjóðar sem verður undir hæl evrópusambandsins?? Það er jú svolítil kaldhæðni í því að nú skuli nefnd á vegum Evrópusambandsins vera að fara yfir umsókn Íslendinga í sambandið....
En hvað finnst ykkur?
"Við" segjum vonandi, Já vonandi erum við ekki að fara undir hæl Evrópusambandsins! Það er víst nógu lítið sem við meigum beita okkur hér í landhelginni svo að Evrópuflotinn fari nú ekki að vaða hér inn og taka það sem þá langar í!
Áfram Ísland ÁN EVRÓPUSAMBANDS:-)


HM er í fullum gangi og eru úrslitin farin að verða svoldið þreytt og ekki við hæfi að bestu þjóðir heims í fótbolta séu ekki að skora meira en 1 mark í leik, ef þeir þá skora yfir höfuð...... EF einhver keppandi á HM er að lesa, vinsamlega komdu skilaboðunum áleiðis:) VIÐ viljum fleiri mörk.


Veðrið skartar sínu fegursta við strendur Íslands og er það vel....

Gengistryggð bílalán ólögleg?
Ræðum það þegar umræðan er komin vel af stað í fréttunum.


Myndir koma inn á næstu dögum....Kissi kiss.

12.06.2010 23:10

Ríka og fræga fólkið....

Þessa dagana mun umræðan vera að stórum hluta um atburði tengda HM í fótbolta.

Í dag var boðið uppá tvo stórleiki þar sem Argentína lagði Nígeríu 1-0 og Englendingar gerðu klaufalegt 1-1 janftefli við US&A þar sem agaleg mistök markvarðar Englands réðu úrslitum.....

Svo virðist sem lesendur síðunnar hafi mikla trú á gömlu stórveldunum í HM og hefur verið veðjað á Ítalíu,England og Spán.... Bara gott um það að segja!
Við höfum stofnað til veðbanka hér um borð og er þáttaka góð eftir atvikum. Hver þátttakandi hefur skráð tvö lið sem hann telur líklegust til afreka á HM og verður gaman að sjá hvernig úrslitin verða en potturinn er ansi myndarlegur. 

Í tilefni af HM ákvað gervihnötturinn okkar að brenna yfir og leit ekki vel út á tímabili að við myndum sjá einn helvítis leik í keppninni, en fyrir þrautseigju og elju vélstjóranna hefur verið opnuð HM stofa í Arnari þar sem við getum horft á leiki dagsins og tekið þátt í þessari stórhátíð með heiminum.
  

Túraplan hefur verið gefið út af útgerð og eru túrarnir sem hér segir:

9 júní-12 júlí.(Árni)
15 júlí-16 ágúst.(Jonni)
19 ágúst-20 sept.(Árni)
23sept-20 okt.(Jonni)
23okt-22 nóv.(Árni)
25 nóv-22 des.(Jonni)Over&out.

09.06.2010 22:51

Ekki afsakanlegt...

Sælir lesendur góðir nær og fjær....

Svo virðist vera sem síðan hafi legið niðri um hríð og verður það fúslega að viðurkennast að þessi vinnubrögð eru ekki líðandi! Svona vinnubrögð eru í raun ekki samboðinn Arnari HU-1 né áhöfn hans, svo ekki sé talað um ykkur dyggu og traustu lesendur síðunnar.. Það liggur jú í hlutarins eðli að lesendur geta ekki verið dyggir nema þá að eitthvað sé að lesa í það og það skiptið osfrv....
En nú skal gerð bót á og beðist velvirðingar á slælegum vinnubrögðum:-)

Við lögðum af stað frá Skagaströnd kl:9 í morgun á háfjallarútu frá SBA og lá leiðin til höfuðborgarinnar þar sem milljarðaskipið lá við Kleppsbakka í Sundahöfn. Ferðin gekk að mestu leyti vel að undanskilinni smávægilegri bilun sem kom upp í háfjallarútunni í Borgarnesi........Við töfðumst um hálftíma,en það dó enginn!
Lagt var upp í þessa veiðiferð sem nú stendur yfir uppúr kl:13 og standa vonir til þess að hún gangi vel fyrir sig og allir verði sem sáttastir.......


Nú fer að styttast í stórhátíðina HM 2010! Við viljum endilega að þið takið þátt og giskið á hverjir muni koma til með að sigra þá keppni og þá jafnvel hverjir verði í 4 liða úrslitum.... Komment dálkurinn er kjörinn í þann vettvang!


Mikið hefur gengið á undanfarna mánuði sem þó hefur ekki virst vera efni til skrifa á heimasíðunni! Helst ber að nefna kosningar, eldgos, öskufall (sem við fórum ekki varhluta af í Rvk.) ofl ofl.
Kosningar voru haldnar sl.29 maí víðast hvar á landinu......(eins og allir vita voru þær ekki á Skagaströnd) Úrslitin komu mörgum á óvart en þó ekki öllum! Hvað sem öðru líður virðast allir hafa einhvernveginn verið sigurvegarar kosninganna á einn eða annann hátt. Við fjöllum meira um kosningarnar síðar....þegar vel liggur á!


Hvað er að frétta af Icesave? Hver var það aftur?Allavega,

We are back in buiesness........ Kommentin létta okkur lundina og undirstrika þáttöku ykkar í lífi okkar hér um borð í Arnari HU-1.

Að svo komnu máli, over&out.  
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236931
Samtals gestir: 77714
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 01:56:18

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar