Færslur: 2010 Maí

18.05.2010 09:16

Ótitlað

Sælir félagar.

Ég vil first biðjast afsökunnar á því að þessi póstur átti að berast ykkur fyrir viku,

en betra er seint en aldrei.

Varðandi sjómannadaginn,05.06.2010, gildir fyrir alla,sem vilja.

Það verður haldin skemmtun Miðgarði laugardaginn 5 júní.

Það verður boði upp á mat,skemmtun og dansleik.

Rútúferðir fráa Ártorgi  fram í miðgarð og heim.

Verð er kr 6.000.- pr.mann(Rútuferðir innifaldar).

Fiskiðjan býður starfsfólki sínu til sjós og lands ásamt mökum.

Það verður boðið upp á hlaðborð og eftirréttarhlaðborð.

Hljómsveitin Von ásamt Björgvini Halldórssyni og Siggu Beinteins.

Veislustjóri Gísli Einarsson.Hann mun halda uppi fjörinu ásamt BG og SB.

Siggi Doddi verður léttvín og bjór á tilboðsverði á borðhaldi.

Húsið tekur ca 300 manns í mat.Fólk getur tekið með sér gesti meðan húsrúm leifir,

greiðir kr 6.000.- pr mann.Húsið verður opnað fyrir almenningi kl 12 að miðnætti.

Verð á ball kr. 2.000.- pr. mann.

Mikilvægt að skráing berist  fljótlega á þetta netfang.

Bestu kveðjur

Bjarki Tryggvason

Skrifstofustjóri  skrifstofu stéttarfélaganna

bjarki@stettarfelag.is

4535433 / 8625181

01.05.2010 22:57

Sumarið er tíminn og úthafið er lífið!

Það kom að því að ritstíflan rofnaði er við leggjum uppí 5. veiðiferð ársins. Rjómablíða leikur við hvern sinn fingur á þessu útstými og kominn sumar hugur í menn. Enda orðið nóg að gera í Heilsulindinni og rakarastofunni Blautu salamöndrunni. En hún hefur verið opnuð með pompi og prakt efti langa dimma vetrarlokunn, sundlaugarnar hafa verið teknar í gagnið og leggst það vel í mannskapinn.

Grillkolinn hafa sést á göngunum og getum við ekki beðið eftir það verði fuðrað uppí grillinu, enda erum við með ef við leyfum okkur að sletta aðeins ,, We have the best and the greatest kokks in the fleet"

Við ætlum að reyna að vera duglegari við skriftirnar þennan túrinn... heyrst hefur að fréttatilkynning frá skipshljómsveitinni bersti innan tíðar, Högnarnir voru að koma úr hálfsárs tónleikaferðalagi frá Færeyjum og gaman verður að heyra í hverslags Ævintýrum þeir hafa lent.

Við viljum svo benda á það að myndir eru komnar inn úr síðasta túr og hvetjum við alla til að kíka á þær.Segjum þetta gott í bili, þangað til næst góðar stundir...
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236963
Samtals gestir: 77716
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 02:52:05

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar