Færslur: 2010 Mars

28.03.2010 20:02

Brottför!

Jæja jæja, þá er þessi túrinn að enda og hefur verið gaman að fylgjast með lífi strákanna um borð og er það hreint aðdáunarvert hversu duglegir þeir hafa verið við bloggfærslurnar.......EÐA HVAÐ!!!


En allavega þá er túrinn búinn og of seint að byrja bloggfærslur fyrir hann núna....

Brottför í næstu veiðiferð er að kveldi miðvikudagsins 31 mars næstkomandi kl:21,00.

03.03.2010 17:01

Nýr túr! Sama hamingjan:)

Jæja gott fólk!

Þá erum við hetjur hafsins lögð af stað í enn eina veiðiferðina og til að vera nokkuð nákvæmur þá er hún sú þriðja á þessu herrans ári 2010.
Áætlað er að vera á heimamiðum þennann túrinn eftir skemmtilega ferð í Barentshafið, eða allavega þartil annað kemur í ljós:)


Þráinn Bertelsson er mál málanna í dag og er umfjöllunarefni flest allra umræðu þátta á öldum ljósvakans!
Við veltum fyrir okkur hvort við séum í hópi þessara fávita hjá Þráni og ef vel er að gáð eru allar líkur á að það leynist einhverjir fávitar í áhöfninni eða allavega í Íslenska flotanum..... Takk fyrir það Þráinn, Gaman fyrir skattborgara íslands sem halda uppi mönnum á LISTAMANNALAUNUM eins og einmitt þér Þráinn að fá svona svívirðingar yfir sig!!
Svona mann á að ......... Hvernig væri að koma með hugmyndir í kommentdálkinn:) ??


Annars erum við bara helvíti brattir og tilbúnir að takast á við ný verkefni fullir gleði og hamingju!

Áfram Ísland yfir og út!
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236958
Samtals gestir: 77716
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 02:30:55

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar