Færslur: 2010 Febrúar

27.02.2010 09:12

Túrinn búinn...

Komiði sæl og bless...

Þá er nú þessi túrinn runninn sitt skeið og milljarðaskipið Arnar HU-1 kominn í höfn á Skagaströnd(kl:10,30 þann 27 feb.)..

Brottför í næstu veiðiferð hefur  verið auglýst að kveldi þriðjudagsins 2 mars nk. kl:23,30.


Takk fyrir túrinn, Yfir og út:)

24.02.2010 09:21

Úti er ævintýri....

Sælir lesendur góðir og velkomnir að skjánum....


Nú erum við áhöfnin á Milljarðaskipinu á heimleið eftir skemmtilegt og gefandi ævintýri í Barentshafinu! Einhver teikn eru á lofti um að við verðum inni á sunnudaginn nk. á Skagaströndinni en allt fer það eftir gang skipsins á leiðinni eins og gengur og gerist!


Engar stórfréttir eru héðan af okkur og hefur túrinn gengið ágætlega, svosem ekkert stórt komið uppá! Menn hafa einfaldelga annaðhvort verið að sofa,vinna,éta eða hanga á netinu og ekkert meir um það að segja!
Vinir okkar úr Norsku strandgæslunni komu í heimsókn og tóku út búnað og mældu afla, auk þess sem þeim var boðið í hátíðarkvöldverð að hætti Ingibjargar okkar þar sem boðið var uppá fiskbollur og það engar dósabollur:-)


Rósa Björg var ekki lengi að taka við sér og skellti inn gamanmáli eins og henni einni er lagið, margir mættu taka Rósu sér til fyrirmyndar hvað komment varðar...


Steingrímur Joð: Hvað er málið með hann?? Hann samþykkir ekki lengur "gamla samninginn"  um ICESAVE en samt sem áður er hann ekki að viðurkenna að hann hafi verið lélegur!! Hversu mikið getur stoltið verið? Hversu lengi ætlar hann að bakka Svabba Gests upp?? Er ekki spurning um að fara að vera samkvæmur sjálfum sér? Hvað um að viðurkenna að mönnum hafi orðið á????

Góð tilbreyting var þennann túrinn í útvarpsmálum en boðið var uppá þrenns konar afþreyingu! Annars vegar var það Rás 2, hins vegar Radio Norge og þriðs vegar var skipt á milli Bylgjunnar,FM og Kanans! Skemmtileg flóra í skemmtilegum túr!


Engar myndir hafa en sem komið er verið uppfærðar á vefinn en það stendur til bóta, veikindi umsjónarmanns myndasíðunnar hafa komið í veg fyrir það en eins og áður sagði er von á myndum á hverri mínútu:)


Starfsmaður mánaðarins verður ekki útnefnsur þennann túrinn þar sem allir hafa skarað fram úr og ekki sanngjarnt að gera upp á milli þegar hver jaxlinn á fætur öðrum sýnir stórleik í starfi og leik:)

Annars erum  við brattir og kátir með góðan túr, þökkum fyrir okkur....
Yfir og út.
 

19.02.2010 09:17

Og þá er bloggað!

Sælir lesendur kærir!

Ekki er úr vegi að reyna að biðjast velvirðingar á framtaksleysi í tengslum við síðuna en greinarhöfundur á sér akkúrat engar málsbætur!
Það er af okkur að frétta að við erum í Barentshafinu í félagsskap nokkurra Íslenskra togara auk einhverra erlendra! Hér á svæðinu eru Venus,Kleifarbergið og Þór auk okkar á Milljarðaskipinu!


Athygli okkar vakti í morgunfréttunum að einhver ólánsmaður hafi brotist inn í verslun ÁTVR og stolið þaðan tveim rauðvínsflöskum að verðmæti 7 þúsund króna! Maðurinn braut tvær rúður við innbrotið og er hans nú leitað en svo virðist sem einhverjar myndir hafi náðst af honum í eftirlitsmyndavél verslunarinnar!
Ef að líkum lætur er stór hluti lögregluliðs höfuðborgarsvæðisins að leita af þessu greyi, og eflaust á hann eftir að sitja inni fyrir verknaðinn!!
En hitt er annað mál, að nú eru í umferð nokkrir "útrásarvíkingar" eins og td. Jón Ásgeir, Pálmi Fons, Björgúlfarnir, Sigurjón Árna, Hannes Smára ofl ofl... sem hafa stolið milljörðum af og frá Íslensku þjóðinni og ekki er lögreglan að elta þá uppi!! Og ekki eru þeir eftirlýstir fyrir þjófnað! Og eflaust eiga þeir ekki eftir að sitja í mínútu inni í fangaklefa fyrir verknaðinn!!!
Munurinn er náttúrulega stór, og þá aðallega sá að þeir brutu ekki rúður við verknaðinn sinn!!!
Það vottast hér með að ég Jón Örn er reiðubúinn að borga báðar rauðvínsflöskurnar fyrir þennann án efa indælis mann sem framdi innbrotið í nótt! Og það er ég fullviss um að þeim peningum yrði vel varið í að aðstoða samborgara minn sem hefur einungis verið að bjarga matarboði sínu fyrir horn!


Icesave.....Æ ég nenni þessu ekki:)

Rósa Björg er tryggur og traustur lesandi síðunnar og er hún hér með útnefnd skemmtikraftur túrsins og eindregið hvött til að koma með gamanmál eins og henni einni er lagið:)Aldrei eru sjómenn á uppsjávarveiðiskipunum ánægðir!! Fyrir tveim dögum voru þeir vælandi yfir að þeir myndu ekki ná kvótanum vegna veðurs og að loðnan væri að fara að hrygna..... í gær eykur svo Jón Bjarnason kvótann..... Og nei nei, þá vilja þeir fá meiri aukningu!! Hvað er málið??Annars er þetta nóg í bili, Með kveðju frá Barentshafinu
.

09.02.2010 00:57

Barentshafið!

Sælt veri fólkið!

Ef það er ekki kominn tími á að blogga núna, þá er aldrei tími....
Nú erum við strákarnir og stelpurnar á Arnari HU-1 komin á veiðar í Norska lögsögu og erum við nánar tiltekið í Barentshafinu, Vestur af Tromsö sem er Íslendingum góðkunn fyrir mikið af góðu skíðagöngufólki!
Veðrið hefur leikið við hvern sinn fingur og ekki væsir um okkur hér á Milljarðaskipinu!


Eitthvað er lítið að frétta af okkur hér um borð enda túrinn nýbyrjaður, menn svona að dusta af sér ferðarykið eftir 3 sólarhringa siglingu til fyrirheitna landsins:)


Icesave verður ekki rætt í þessari færslu
Og ekki pólitík af neinum toga.....


Að svo stöddu biðjum við fyrir kveðjur heim á Ísland og miðin allt í kring frá áhöfn í útrás
...
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236977
Samtals gestir: 77716
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 03:27:22

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar