Færslur: 2010 Janúar

31.01.2010 17:51

Brottför

Jæja gott fólk!

Þá er þessi túrinn á enda kominn og gekk hann alveg stór áfallalaust fyrir sig...


Ernst Yfirvélstjóri og formaður dómnefndar hefur útnefnt starfsmann mánaðarins og er það Hafsteinn Auðunn Björnsson sem fær útnefninguna að þessu sinni! Hafsteinn er sterkur hlekkur í áhöfn Arnars og hefur gífurlega góð áhrif á móral og samvinnu áhafnarmeðlima!
Við viljum óska Hafsteini innilega til hamingju með kjörið!


Brottför í næsta túr er að kvöldi miðvikudagsins nk. kl:00,00!

Að svo stöddu þökkum við fyrir túrinn og mætum hressir og kátir í næsta slag á miðvikudagskvöldið:)

30.01.2010 08:28

Verður Elliði næsti verkalýðsforkólfur?

Jæja jæja,

Þá fer nú þessi túrinn að renna sitt skeið!!! Túrinn hefur verið hinn ágætasti og eru allar líkur á að við verðum í landi annað kvöld á Skagaströndinni góðu!!

Rétt er að benda á að Arnar myndasmiður hefur sett inn nýjar myndir úr túrnum og eru lesendur hvattir til að skoða þær:)


INTERSEAFOOD.COM er hér með fréttaskot af fundi sem haldinn var í Vestmannaeyjum í síðustu viku.
Elliði má eiga það að hann er duglegur við að koma sér á framfæri og að vekja athygli á hagsmunum sinna mann!!
Á fundinum var eins og þeir orða það "blásið til sóknar" gegn afnámi sjómanna-afsláttar, útflutningsálag á ísfisk, og aðför að landsbyggðinni!
Eflaust má deila um eitthvað af þessu en það skal látið ógert hér, en hitt er annað að ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir yfirvöldum í Vestmannaeyjabæ fyrir að stíga fram fyrir skjöldu og tala máli sjómanna því ekki hafa of margir gert það í gegnum tíðina......


Spennan er gífurleg í kjöri starfsmanns mánaðarins og er dómnefndin með Ernst Karlsson Berndsen í fararbroddi að leggja lokahönd á útnefninguna!


Brottför í næstu veiðiferð verður auglýst síðar, en allt bendir til þess að hún verði á miðvikudagskvöldið 3 febrúar nk. klukkan eitthvað!


Annars þökkum við heimsóknirnar þennann túrinn og bíðum spenntir eftir næsta túr!


Segjum þetta annars gott í bili!

22.01.2010 10:44

Högnarnir snúa aftur!

Vegna mjög margra áskorana hafa Högnarnir ákveðið að taka árið 2010 með trompi en eins og glöggir lesendur vita er það skipshljómsveitinn.Hana skipa Þröstur Árnason (trommur og slagverk) Arnar Ólafur Viggósson (Bassa og flautu) Gunnar Helgason (Píanó,orgel og söngur) Hans Björnsson ( Luft og venjulegur gítar,einnig grípur hann í harmoniku).En þeir hafa ekki komið saman síðan á útihátíðinni Einn með Öllum seinasta sumar.Sveitinn sundraðist vegna mikils álags frægðarinar.

Ætla þeir að herja á þorrablót,skírnir og frímúrarasamkomur.Einnig er tveggja vikna tónleikaferð um Færeyjar á stefnuskránni, af því tilefni hefur sveitinn ráðið Ómar Inga Ómarsson sem rótara og túlk.Enda þekkir hann þar hvern krók og kima og er í góðu sambandi við Þránd í götu frænda sinn.
Þrándur er aðalmaðurinn í Færeyjum í sambandi við tónleika og mannfagnaði.
Ný Plata er í farteskinu og verður hún tekinn upp að mestu í Færeyjum og er vinnuheitið á henni Stein haltu kjafti Einar Áskell! Þeir sem vilja bóka gigg eru beðnir um að hafa samband við palla hjá umboðskrifstofunni Prime... Platan er væntanleg í búðir með haustsólini.Og mælum við með því að færeyskir feður læsi dætur sínar inni því þegar Högnarnir nema land þá verður engum óhult (ekki einu sinni búfénaði!).... Yfir og út.. 
18.01.2010 09:25

Þetta styttist alltaf aðeins...

Enn er haldið áfram....


Nú fer að líða á seinni part túrsins! Það er víst að þeir styttast alltaf aðeins þessir blessuðu túrar eða eins og sagt var í Íslendingasögunum "Tíminn flýgur,þegar gaman er"
Í morgun var opinn sími hjá Bylgjunni þar sem hægt var að spyrja Friðrik J Arngrímsson formann LÍÚ út í kvótakerfið, eða öllu heldur fyrirhugað afnám kvótans frá útgerðum til ríkisins! Ekkert nýtt kom upp á borðið!!!
Friðrik fór yfir málið eins og það lítur út fyrir honum og hans mönnum....
ANNARS ER VIÐTALIÐ HÉR!
Skemmtilegar umræður áttu sér stað og endilega hlustið á viðtalið:)


EM í handbolta byrjar á morgun!!
Nú verður gaman að lifa næstu daga, spennandi verður að sjá hvernig strákarnir plumma sig og er rétt að benda á heimasíðuna
Í BLÍÐU OG STRÍÐU  sem er stuðningssíða "Strákana okkar"...


Nú bregðast krosstré sem önnur...... En nú verður pistlahöfundur að fá lesendur í lið með sér og skora á Adda myndasmið að setja inn myndir úr túrnum hið fyrsta! Addi er drengur góður og með réttri hvatningu gætum við fengið hann til að setja þær inn;)....Og koma svo!


Í ljósi þess að túrinn er að renna sitt skeið, fer að koma að útnefningu á starfsmanni mánaðarins! Ernst Berndsen er formaður valnefndar þennann túrinn og hefur fengið til liðs við sig úrvals nefnd sem velur aðilann sem vinnur hnossið þennann túrinn!


Segjum þetta gott í bili!

12.01.2010 14:17

Virkni lesenda?

Og þá erum við sestir aftur að tölvuskjánum og hugmyndaflugið farið af stað í leit af einhverju sem hægt er að skrifa hér inn á heimasíðu skipsins......
Pistlahöfund dettur margt í hug en því miður er ekki allt hafandi eftir:)

Við höfum þvælst um hafið í að verða tvær vikur... Það er gott veður allavega:) Verðum í landi um mánaðarmótin svona ef allt stenst.....


Allt að gerast í máli málanna! Samfylking og Vinstri Grænir á fullu í slökkvistarfi eftir glæfralegt útspil forsetans, en allir aðrir á þinginu fagna forsetanum og fullyrða að nú sé grundvöllur á að fá málalok í annars leiðindarmál! Þingmenn á Breska þinginu snúast einn af öðrum til liðs við Íslendinga og hópurinn sem telur að Ísland eigi ekki að borga fer stækkandi og stækkandi:) En þetta kemur allt í ljós er það ekki??

Fyrrverandi eigandi Landsbankans Björgúlfur Guðmundsson er víst orðinn gjaldþrota grey kallinn, en einhvern veginn hefur hann ráð á að aka um á 12 milljón króna Bens... Já að hugsa sér, það væri bara ágætis sólarhringur hjá frystitogara með 27 manna áhöfn að ná svoleiðis verðmætum....Ekki amalegt það:)


Íslenska landsliðið í handbolta gerði það gott í Þýskalandi og vann tvo æfingaleiki við fyrna sterkt lið Þýskalands með sannfærandi hætti og hefur vonandi gefið tóninn fyrir það sem koma skal á EM sem hefst þann 19 þessa mánaðar!!!


Virkni lesenda:
Þá komum við að því enn og aftur, Það eru óskrifuð lög á heimasíðu Arnars HU-1 að lesendur verði að gera vart við sig á heimasíðunni.... Koma með kemment á umræðuna,brandara,smásögur eða bara eitthvað!!!
Ef heimsóknarfjöldi er á milli 50 og 100 manns á sólarhring er lágmarksfjöldi kommenta um 10% eða 5-10 komment:)


Segjum þetta annars gott í bili!

08.01.2010 09:30

Vörðurinn staðinn!

Þá er komið að annari færslu hérna á HU-1.

Það er svosem ekki mikið um að vera hér hjá okkur, en þó er eins og svo oft áður  málefni fréttatímanna rædd í þaula!
Uppúr fréttatímunum stendur að Ríkisstjórnin stendur aðgerðarlaus og horfir á Ólaf Ragnar Forseta vor og Evu Joly saksóknara standa vörð um hagsmuni Íslands!
Endilega kíkið á viðtalið sem gert var við ÓLAF RAGNAR Á BBC.

Svo er hérna viðtal við Evu Joly!


Svo við tölum um eitthvað annað en Icesave og pólitík þá kom upp skemmtilegur árekstur og er fjallað um hann HÉRNA

Nú fer að koma að því að Arnar Ólafur sérlegur myndasmiður rólsins fari að setja inn myndir og verður gaman að sjá hvað verið sé að bralla um borð þennann túrinn!


Segjum þetta gott í bili!

05.01.2010 13:57

Hvað getum við sagt?

Þá er árið runnið um aldanna skaut og nýtt og glæsilegt ár tekið við hinu gamla sem kemur ekki aftur nema þá sem óljós minning um allt og ekkert!

Við erum komnir af stað aftur eftir gott frí yfir hátíðirnar, tilbúnir að takast á við þau verkefni sem bíða okkar og allar þær skuldbindingar sem við höfum að okkur tekið!

Árið endaði líkt og það var bróðurpartinn af árinu, eða á ICESAVE deilunni sem átti að vera lokið rétt fyrir áramót! En núna hefur verið sprengd af Forseta Íslands ein stærsta sprengja sem sprengd verður í tengslum við áramótin og Æs-seif:)
Forseti Íslands hefur nú gefið tóninn og þá verður það í höndum þjóðarinnar hvort við séum tilbúin að leggja það á axlir Svavars Gestssonar að semja fyrir okkar hönd um greiðslu á Icesave skuldbindingunum...
Eða öllu heldur, erum við tilbúin að borga og axla alla ábyrgð á Icesave á meðan HELVÍTIS bretarnir og hollendingarnir ganga "stikkfrí" frá öllu saman?

Gott og vel, það getur meira en vel verið að við verðum að taka á okkur einhverja ábyrgð af Icesave, en það getur líka meira en vel verið að Bretar og Hollendingar beri EINNIG einhverja ábyrgð útaf Icesave...... Og við látum ekki bjóða okkur þetta:) Við höfum farið í stríð við Breta og unnið þá, og við getum alveg gert það aftur:)
Hitt er annað mál með samninginn, þá leyfum við okkur að stórefast um ágæti Svavars Gestssonar þar sem hann er sendur til að semja við landslið lögfræðinga,hagfræðinga og drullusokka frá Bretlandi og Hollandi!! Maður sendir ekki útbrunninn stjórnmálamann þekktann fyrir svik og svínarí í vinnu fyrir sérfræðinga.Icesave umræðan mun halda áfram eitthvað út þetta ár allavega og látum við ekki okkar eftir liggja;)

Við getum loksins sagt að  Forseti Íslands er maður að meiri fyrir að þora að standa með Íslensku þjóðinni og á hrós skilið:)Sumir hefðu sagt að við þyrftum bara að taka stærri pakka á okkur fyrir þetta.... En hvaða munur er að fara á hausinn fyrir 100 þúsund eða 200 þúsund?? Maður verður bara gjaldþrota einu sinni í hvert skipti.....Líf og fjör,
Bestu kveðjur frá HU-1.(skoðun greinarhöfunda þarf ekki að endurspegla skoðun áhafnar)
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236931
Samtals gestir: 77714
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 01:56:18

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar