Færslur: 2009 Desember

30.12.2009 20:58

Brottför

Brottför verður að morgni 2 janúar 2010 kl 11:00

28.12.2009 07:20

Ný stjórn, nýtt ár, nýjar áherslur!!!

Sælir lesendur góðir!

Nú fer að líða að nýju ári og nú hefur Starfsmannafélag Arnars HU-1 lokið við hinn árlega aðalfund sinn!
Fundurinn var haldinn í mesta bróðerni á kaffihúsinu Bjarmanesi, fundurinn gekk vel í alla staði og er helst af honum að nefna að kosin hefur verið ný stjórn fyrir félagið og er hún skipuð eftirtöldum mönnum:
Baldur Magnússon
Guðmundur H Stefánsson
Skúli T Hjartarson
Arnar Ó Viggósson
Magnús F Sævarsson

Nýrri stjórn er óskað til hamingju með kjörið og fráfarandi stjórnarmanni þökkuð vel unnin störf:)


Áramótin fara nú að skjóta upp kollinum með öllu sem þeim fylgir... Og svo fljótlega eftir það mun Arnar HU-1 halda til veiða aftur eins og allflest skip í Íslenska flotanum!

Við á Arnari óskum lesendum gleðilegs árs og þökkum liðnar stundir!

Brottför verður auglýst síðar!
 

26.12.2009 07:00

Aðalfundur,árshátíð ofl.

Jæja félagar!

Aðalfundur SFA verður haldinn í dag kl:16,30 í Bjarmanesi á Skagaströnd! Mætum stundvíslega,
Árshátíð Starfsmannafélags Arnars verður haldin í dag og hefst hún kl:19,30 á fordrykk í hinum geysivinsæla Kántrýbæ!
Boðið verður uppá 3 réttaða máltíð og skemmtiatriði á heimsmælikvarða! Félagar okkar af Örvari munu slást í hópinn og halda sína árshátíð með okkur á sama stað á sama tíma!
Gert er ráð fyrir því að árshátíðinni ljúki um 22,30-23 og hefst þá dansleikur með stuð hljómsveitinni "MATTI OG DRAUGABANARNIR"
Starfsmannafélag Arnars óskar félögum og lesendum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, þökkum liðnar stundir.
21.12.2009 12:07

Síðustu stundirnar!

Jæja gott fólk!

Nú er svo komið að við á Arnari erum að resta þessa veiðiferðina! Við verðum í landi annað kvöld kl:00.00 á Skagaströnd að öllu óbreyttu!
Mikið hefur gengið á þennann túrinn og kanski of mikið til að tíunda það hér en tveggja vikna bilerí ber hæst að öðrum ólöstuðu.
Þar fyrir utan hefur allt gengið nokkuð smurt og allir við góða heilsu!

Nú er aldeilis farið að hylla undir jólahátíðina og er mikil eftirvænting í mönnum að fara að komast í land!


Nú er komið að hinum geysivinsæla lið "starfsmaður mánaðarins" en að þessu sinni verður útnefndur starfsmaður mánaðarins og svo í ljósi þess að þetta verður síðasti túrinn á árinu verður einnig nefndur starfsmaður ársins!

Starfsmaður mánaðarins er að þessu sinni hinn síungi Árni Ólafur Sigurðsson Skipstjóri og er hann vel að titlinum kominn! Árni hefur sýnt mikla þrautseigju á erfiðum tímum bæði hvað varðar bilerí og brælu og er sannur leiðtogi sem þjappar áhöfn sinni saman á erfiðum stundum og nær því besta úr mannskapnum í hverri veiðiferð!

Starfsmaður ársins er engin önnur en Ingibjörg Okkar Skúladóttir Matsveinn! Ingibjörg hefur sýnt það og sannað að hún er húsfreyja í heimsklassa og hefur nánast gengið mönnum um borð í móður stað! Ingibjörg gerir allt sem hugsast getur til að láta okkur líða vel og passar vel uppá að enginn falli í hor....

Við óskum Árna og Ingibjörgu innilega til hamingju með titilinn og vonandi verður þetta hvatning bæði fyrir þau svo og aðra um að gera enn betur á næsta ári!


Heimasíðan þakkar heimsóknir og komment á árinu og óskar öllum gleðilegra jóla!


Yfir og út!

19.12.2009 13:13

Og áfram svo!

Jæja jæja sagði hann og hélt áfram að blogga!!


Það er aldeilis farið að styttast í seinni endann á túrnum! Jólin að koma, veðrið eins gott og það verður og bara allt í rjúkandi hamingju........NEMA það að útvarpið á millidekkinu er bilað! Þá eru góð ráð dýr;) En dýrasta ráðið á sjálfsagt hann Björn Sigurðsson matsmaður, en hann hefur brugðið á það ráð að teipa gsm símann sinn við heyrnartólin og nær þannig að hlusta á músík á vaktinni:) Björn deyr ekki ráðalaus og á hrós skilið fyrir hugmyndaflugið.......Nú, fer jafnframt að styttast í útnefningar á starfsmanni mánaðarins og ársins! Margar tilnefningar hafa borist og eru þrír jafnir í fyrsta sæti eins og er, en þess ber að geta að sérstök valnefnd mun útnefna starfsmann ársins!
Tilnefningarnar verða gerðar ljósar á mánudaginn nk.Valdimar Viggósson Baader  er að fara að gifta sig um áramótin og viljum við óska Agnesi innilega til hamingju með það og jafnframt honum Valdimar líka!Baldur Magnússon myndasmiður er að vinna í tæknimálum og koma myndir inn fljótlega!Ég vill nota tækifærið og benda á skemmtilegan pistil um samanburð launahækkana sjómanna og annara stétta þjóðfélagsins á heimasíðu
JOBBA OG GUMMA og ber pistillinn nafnið "sjómannaafsláttur".....
Hörmulegar fréttir hafa borist af bæði sjóslysi við Skrúð þar sem einn maður lést svo og bílslysi á Hafnafjarðarvegi þar sem tveir létust og sá þriðji þungt haldinn!
Við vottum fjölskyldum og aðstandendum þeirra samúð okkar á þessum erfiðu tímum!Að svo stöddu kveðjum við!

Yfir og út..

es.. Áskorun á lesendur að koma með brandara í komment dálkinn(Má vera nafnlaust)

15.12.2009 05:12

Nei nei, við erum ekkert að missa dampinn!

Jæja gott fólk!


Einhvern veginn er það nú að þegar menn hafa of mikinn frítíma koma þeir sér ekki í þessi nauðsynlegu málefni eins og að blogga ofl......
Það er alls ekki meiningin að fara að missa flugið svona rétt eftir að hafa tekist á loft:)

Ljóst er að Anna María vann Arnar Ólaf í jólasveinagetrauninni hérna á síðunni og er henni óskað til hamingju með það hér með! Verðlaunin eru ekki af lakara taginu en sigurvegarinn verður útnefnt "JÓLABARN HU-1 2009" og er Anna María vel að þeim tiltli komin!

Umræðan um fyrirhugaða skerðingu á sjómannaafslættinum er hvergi nærri búin og er það mál manna eftir að hafa hlustað á fréttir útvarpsmiðla síðustu vikur að Steingrímur Joð hljóti að falla frá þessari fyrirætlan sinni í beinu framhaldi af því að ríkisstjórnin ætli til dæmis að falla frá skerðingu fæðingarorlofsbóta eftir að nokkrir verðandi foreldrar hafa haft uppi mótmæli í fjölmiðlum landsins og er allt gott og blessað um það að segja:)

Skatta-álagningar og Icesave!!!!!
Skattamál hafa verið rædd mikið og er ég með fyrirspurn og eða hugmynd að vangaveltu fyrir lesendur!
Já og eins og allir vita hefur Icesave líka verið rætt...AÐEINS:)
Er einhver möguleiki á að komast í gegnum kreppuna án allra skattahækkana? Er Íslenska ríkið nauðbeygt til þess að borga og eða gangast í ábyrgð útaf Icesave?
Hér er skorað á lesendur að endilega kommenta og taka þétt í vonandi fjörugum umræðum í kommentdálk færslunnar!

Við höfum orðið varir við ferðir Jólasveina hér úti á reginn hafi, í nótt kom Þvörusleikir ef ég man rétt og vakti hálfa áhöfnina með miklu brambolti..... Og ekki voru lætin minni þegar hann réðist inní eldhús til Ingibjargar sem eingrýtti honum útá dekk, þetta er hennar svæði takk fyrir túkall:)
Engar spurnir hafa samt orðið af því hvort einhverjir hafi fengið í skóinn, en sjálfsagt eru menn ekki nógu þægir hér um borð til að hljóta slíkar viðurkenningar!

Hvað er að frétta af forsetanum og Dórit? Það hefur hvorki heyrst né sést af þeim í langann tíma!! Hvað er í gangi? Þarf ekki einhver að athuga með þau....
Og Davíð Oddsson! Hvar er Dabbi? Ætli hann sé læstur inni á skrifstofu í Morgunblaðshúsinu og kunni ekki að opna?
Vill einhver vera svo góður að athuga með þessa fyrrum og núverandi þjóðarleiðtoga!!!

Eftir 4-5 daga verður útnefndur starfsmaður mánaðarins og jafnframt verður útnefndur starfsmaður ársins á Arnari HU-1 og er því ekki úr vegi fyrir þá sem vilj taka þátt í kjörinu að senda póst á kraeklingur@gmail.com


Yfir og út.

09.12.2009 11:41

Sjómenn vs Alþingismenn!

Sælir og kærir lesendur góðir!

Við viljum byrja þennann pistil á því að þakka ykkur fyrir tíðar heimsóknir á síðuna og er greinilegt að átakið er að skila árangri:)Sigurvegari getraunarinnar úr síðustu færslu er Arnar Ólafur Viggósson! Að vísu var ekki um fullnægjandi svar að ræða,en engu að síður var Arnar sá eini sem svaraði og er því dæmdur sigurvegari!
Því er seinnihluti gátunnar endurtekinn hér:
Hvaða jólasveinar koma á milli Stekkjastaurs og Gluggagægis?Farið hefur eins og eldur í sinu á Facebook samskiptasíðunni samanburður á skatta-afslætti þeim sem sjómenn njóta ennþá og nefnist "sjómanna-afsláttur" og þeirra fríðinda sem alþingismenn njóta á ferðalögum og nefnast "dagpeningar"...
Dagpeningarnir eru skattfrjálsir rétt eins og sjómanna-afslátturinn!
Hópur fyrirmenna úr þjóðfélaginu er nú á loftslagsráðstefnu í London og verða í ferðinni í litla 15 daga! Og vegna fjarveru frá fjölskyldu og vinum fá þeir greidda dagpeninga uppá 108 þúsund krónur skattfrjálst!!!
Hins vegar fá sjómenn fyrir 365 daga 193 þúsund krónur og er sú tala að sliga þjóðarbúið! Sjómenn eru ekki með fjölskyldurnar með sér úti á sjó en þó geta þeir verið með vinum sínum þar og hlýtur hundurinn að vera grafinn þar!! Því enginn á jú vin í pólitíkinni.........Annars er nú ekkert um stórar fréttir héðan, veiðin ekki uppá marga fiska! Bilerí innann skynsamlegra marka og ekkert um stóráföll!!Nú fer að styttast í jólin og bíðum við spenntir eftir þeim;) Matsalurinn hefur verið skreyttur hátt og látt.......

Baldur er í töluðum orðum að setja inn myndir á myndasíðuna og hvetjum við ykkur að líta á þær!!

Yfir og út.05.12.2009 19:02

Allt er þegar.....allt of mikið er!

Jæja gott fólk.... Já, við byrjum þetta á jæja eina ferðina enn:)

Nú er farið að draga til tíðinda hjá okkur á Arnari HU-1! Brottför er hjá okkur í kvöld kl:00,00 og er stefnan sett á að ná að klára túrinn og hafa hann alveg fram undir Þorláksmessu...... Allir þeir sem koma að viðgerð raflans eru bjartsýnir og er það mál manna að nú sé verkið fullkomið!!!!

Hvert við förum, eða hvað við gerum kemur væntanlega í ljós....En eitt er víst að nú skal hann tekinn(Þorskurinn,Ufsinn eða bara fiskurinn).

Nú fer að styttast í fyrsta jólasveininn og er ekki úr vegi að koma með eina létta getraun því tengdu! En, spurt er:
Hvaða jólasveinn kemur fyrstur?
Hver kemur síðastur?
Og
Hverjir koma þar á milli?

Getspakir endilega svarið á komment dálknum!


Einn brandari í boði J.Gnarr!

Móðir þín er svo feitlaginn......... Vegna þess að hún borðar óhollann mat og hreyfir sig allt of lítið:)Yfir og út!

02.12.2009 20:28

Blása og hnoða...

Sælir lesendur góðir!


Við á Arnari erum en sem komið er stopp vegna þrálátrar bilunar í rafalanum! Engum blöðum er um það að flétta að túrinn styttist því við verðum eigi síðar en á hádegi á Þorláksmessu í landi eftir þennann túr!
Vonir standa til þess að við getum farið út annað kvöld..... Vonandi ekki mikið seinna allavega:) En þetta kemur allt í ljós á endanum!


Það þýðir víst lítið að blása nýju lífi í síðuna ef ekki á að fylgja því eftir með greinarskrifum þó svo að þau innihaldi enga sérlega visku í þetta skiptið!


Miklar umræður eru í þjóðfélaginu um fyrirhugað afnám sjómanna-afsláttsins og er það mikið gleðiefni að gallharðir stuðningsmenn Vinstri Grænna hafa snúist gegn flokknum útaf einmitt þessu málefni!!
Ég vill endilega benda ykkur á ÞESSA SKEMMTILEGU SÍÐU  en þarna er einmitt skemmtileg og fræðandi grein um sjómannaafsláttinn eða öllu heldur fyrirhugað afnám hans, greinin ber nafnið "STEINGRÍMUR J"


Myndasíðan fer að komast í gagnið en einhverjir tæknilegir örðuleikar hafa verið hjá Baldri Magnússyni myndasmið og umboðsmanni myndasíðunnar sem þó ættu að fara að láta lönd og leið!


Bestu kveðjur af bryggjukantinum á Skagaströnd í 39m/s...

Yfir og út!
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236931
Samtals gestir: 77714
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 01:56:18

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar