Færslur: 2009 Nóvember

29.11.2009 10:29

VERKFALL...

Komiði sæl og blessuð!

Nú er farið að draga til tíðinda í kjarabaráttu sjómanna.... Við áhöfnin á Arnari og útgerð skipsins mótmælum harðlega afnámi sjómanna-afsláttar og erum nú í skrifuðum orðum lagstir uppað bryggju á Skagaströnd til að mótmæla þessari tillögu Steingríms Joð!
Við látum ekki bjóða okkur þetta og munum leggja niður störf eitthvað frameftir vikunni og þar af leiðandi munu hvorki tekjur okkar né útgerðar koma nálægt ríkiskassanum hans Steingríms Joð...

Mundu það Steingrímur að við sjómenn erum EKKI með gullfiskaminni eins og svo margir sem voru með vinstri-grænum í framboði eins og til dæmis BJÖRN VALUR GÍSLASON sem hefur svo um muni snúið baki við fyrrverandi félögum og kollegum sínum í Íslenska flotanum og megi hann hafa skömm fyrir!
Það koma kosningar fyrr en varir og þá skuluð þið muna það að við látum ekki liðhlaupa og galgopa fá okkar atkvæði..........

En að vísu er rafallinn bilaður hjá okkur og verður farið fljótlega eftir að hann kemst í gagnið:)


Gaman að sjá líf kvikna á síðunni og er það ekki síst ykkur að þakka, Takk fyrir kommentin!

Yfir og út:)

28.11.2009 09:32

Aðalfundur 26.12.09

Aðalfundarboð

Starfsmannafélags Arnars HU-1

 

 

Aðalfundur Starfsmannafélags Arnars HU-1 verður haldinn laugardaginn 26.desember 2009 eða Annan í jólum kl 16:30 í Kaffi Bjarmanesi.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Nánari dagskrá auglýst síðar.

 

Aðalfundarhóf og Árshátíð    

          Um kvöldið verður haldið Aðalfundarhóf og árshátíð starfsmannafélags Arnars, verður það í Kántrýbæ og hefst kl 19 á fordrykk.  3ja rétta máltíð fylgir svo í kjölfarið og mun veislustjórn verða í höndum Bjarna töframanns.  Skráning og frekari dagskrá auglýst síðar.

 

Kántrýbær verður með ball um nóttina.

 

Stjórnin

25.11.2009 13:27

Brottför aftur...

Jæja gott fólk,

Það hefur aldeilis gengið á afturfótunum hjá okkur það sem af er komið af þessum túr! En fyrsta brottför var á föstudaginn sl. kl:23 og þegar við vorum komnir út á dekk klárir í slaginn kom Árni skipstjóri og sagði okkur að brottför væri aflýst í bili vegna bilunar í rafal...  Við fórum heim aftur og var svo næsta brottför gefin út á sunnudeginum kl:13. Þá fórum við út og beint á veiðar! Svo á mánudagskvöldið kom babb í bátinn og eitthvað klikkaði í Rafalanum aftur og við fórum í land á Skagaströnd þar sem allt var rifið í spað, skipt um legu í rafal og X-9 lokinn slípaður til. Nú er svo komið að þriðja brottför í þessari veiðiferð verður kl:05 að morgni 26 nóvember.


Upp hefur spunnist umræða hér um borð um tillögur þess efnis að fella niður sjómannaafsláttinn sem eins og nafnið gefur til kynna er skattaafsláttur til okkar sjómanna.. Og er það ljóst að sitt sýnist hverjum!
Hér er linkur á skemmtilega grein sem birtist á Vísi.is á dögunum OG FJALLAR UM  málefnið eins og það lítur út hjá okkur sjómönnum!
Skattaálagning hefur verið rædd og eru einnig misjafnar skoðanir á þeim málaflokkum eins og gefur að skilja...:)


Í síðasta mánuði barst mér áskorun frá Íslenskum manni sem býr erlendis um að reyna nú að setja kraft í gerinar skrifin á síðunni og hef ég ákveðið að verða við þeirri áskorun! En þó ber ykkur skylda til þess að kommenta á skrifin og vinna með okkur strákunum að skemmtilegri heimasíðu þar sem umræður geta orðið snarpar, ósvífna og umfram allt skemmtilegar!

Baldur Magnússon mun setja inn skemmtilegar myndir á næstu dögum og mun myndavélin vera á lofti þennann túrinn sem og aðra...


Bestu kveðjur,

20.11.2009 10:50

Brottför!

Jæja strákar og stelpur!!

Þá er komið að því að fara að drulla sér út á hafið bláa....
BROTTFÖR VERÐUR FRÁ SKAGASTRÖND Í KVÖLD 20 NÓVEMBER KL:23,00 AÐ STAÐARTÍMA. EKKI GLEYMA STÍGVÉLUM OG GÓÐA SKAPINU:)

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236963
Samtals gestir: 77716
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 02:52:05

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar