Færslur: 2009 Október

20.10.2009 11:57

Brottför

             Brottför verður á miðvikudagskvöld nk. 21okt kl 23.30

04.10.2009 11:00

NÝJAR MYNDIR

Ekki það að ég vilji troða bloggaranum um tær en það er búið að setja inn fullt af nýjum myndum, endilega kíkið á þær því það er von á fleirum.

04.10.2009 01:01

Hvað er að ske??

Jæja,,,

Það er svosem lítið um að vera hér hjá okkur þessa dagana,
Andskotann engar fréttir í gangi nema þá einna helst skattahækkanir á skattahækkanir ofan!! Og svosem ekki við öðru að búast eða eins og einn góður maður sagði: "Þið kusuð þetta yfir ykkur" :) 

Umræður hér um borð eru eins og aðra túra endurspeglun af fréttatímum og umræðum á öldum ljósvakans.........
Ekkert stór-hneyksli er í gangi og slúður í algjöru lágmarki!
Lesendur(allir 4 sem skoðuðu síðuna á síðasta sólarhring) eru kvattir til að kommenta og ýta þar með undir hugsanlega skemmtilegar umræður................
Yfir og út.

01.10.2009 13:07

Allt að gerast!

Sælir lesendur góðir!


Það er nú svosem ekki mikið sem hefur á daga okkar drifið í þessum túrnum, allt svona við sinn vana gang eins og þar stendur.
Þó ber það að nefna að við höfum komið inn myndum í myndaalbúmið og er vert að kíkja á þær!


Frést hefur af nýju átaki Lögreglunnar á Blönduósi í því að útrýma alfarið of hröðum akstri ökumanna í héraðinu!
Átakið lýsir sér þannig að þeir bíða vars í námunda við staði sem líklegt er að ökumenn hægi á sér eins og td. við hraðahindranir oþh. og áður en ökumaðurinn nær að auka við hraða farartækisins negla þeir framan á þau og stöðva ÁÐUR EN MEINT HUGSANLEGT brot á sér stað.....:)


Við höfum farið í eina heimsókn það sem af er túrsins og var það í company-skipið Málmey þar sem sóttir voru auka og varahlutir.. Gaman af því!


Eins og áður hefur komið fram eru allar tillögur að skemmtikraft og starfsmanni mánaðarins vel þegnar!
Einnig hefur dómnenfnd ákveðið að tilnefna mann í nýrri tilnefningu sem betur verður greint frá er fram í sækir!


Grétar Smári Hallbjörnsson sonur Kántrýkóngsins átti afmæli í gær og varð hann ca. 40 ára!! Við ósku Smára innilega til hamingju með daginn!Annars er þetta gott í bili.............
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236931
Samtals gestir: 77714
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 01:56:18

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar