Færslur: 2009 September

21.09.2009 16:17

Komnir afstað...

Sælir og blessaðir lesendur góðir..


Þá erum við strákarnir á Arnari komnir af stað eftir slipp, já og stelpurnar líka!!
Við hófum veiðar í morgun og hefur allt gengið stórslysa laust hingað til og engir stórir örðuleikar verið að trufla okkur!

Myndasmiður síðunnar Baldur Magnússon mun á næstu dögum setja inn myndir af lífinu um borð og einnig eitthvað úr menningarferðinni sem við fórum í til Borgarinnar í slippnum!

Annars er ekkert um merkilegar fréttir að svo stöddu og engin samsæri komið upp....ENNÞÁ!


Þó ber að nefna að tilnefningar og samkeppnir verða í gangi þennan túrinn og er tekið við tilnefningum á kraeklingur@gmail.com


Yfir og út.. 

02.09.2009 10:20

SKEMMTIFERÐ

SKEMMTIFERÐ

Skemmtiferð Starfsmannafélagsins Arnars HU-1, 4.-6. september.

 

Gist verður á Park Inn hótel (gamla Hótel Ísland) í tvær nætur, farið í keilu, paintball, á landsleik í fótbolta og út að borða á Hereford steikhúsi.

 

ATHUGIÐ: 

-Ef einhverjir (þmt. makar) ætla EKKI að taka þátt í litboltanum, eða einhverjum rútuferðunum þá LÁTIÐ VITA í síma 8467648 sem allra fyrst.

-Hver þáttakandi (áhafnarmeðlimur) fær úthlutaða tvo miða á landsleikinn.

 

Búið er að setja niður ferðaáætlun sem hljómar svo:

 

Föstudagur:

14:00+: Tékkað sig inn á Park Inn hótel á nafni áhafnarmeðlims.

19:30: Rúta frá Park Inn hótel fer með hópinn í Keiluhöllina í Öskjuhlíð.

20:00: Keila hefst.  Boðið verður uppá bjór af tveimur kvarttunnum.

22:30: Rúta fer frá Keiluhöllinni.. á hótel Park Inn.. Miðbæ Reykjavíkur.. Players Kópavogi.

 

Laugardagur:

Fyrir 14:30 Fyrir þá sem vakna snemma og hafa heilsu í það þá viljum við benda á gokart brautina við Korputorg, (rétt hjá Skemmtigarðinum í Grafarvogi) hún er upp undir kílómeter að lengd og hvetjum við menn eindregið til þess að hópa sig saman og prufa hana. (www.gokart.is).  (Starfsmannafélagið mun ekki greiða fyrir þá skemmtun.)

14:30: Rúta frá Park Inn hótel fer með hópinn í Skemmtigarðinn í Grafarvogi.(www.skemmtigardur.is/forsida)

15:00: Litbolti hefst.  Búast má við miklu fjöri.

17:00: Litbolta lýkur... farið áftur á hótelið með rútu.

18:20: Rúta flytur okkur á Laugardalsvöllinn að sjá Ísland - Noreg.

21:00: Leik lýkur- farið uppá hótel í rútunni að gera sig kláran fyrir kvöldverð.

22:00: Rúta flytur okkur niður á Hereford steikhús þar sem boðið verður uppá klassískan og afar vinsælan hópmatseðil (sjá heimasíðu þeirra; www.hereford.is):

Humarhalasúpa

Naut

Súkkulaðikaka

Rauðvín með

 

Sunnudagur:

12:00: Tékka sig útaf hóteli og gera upp minibarinn.  Athugið að hafa samband við gestamóttöku ef þið viljið tékka út seinna.

 

Tékklisti:

                *Góða skó fyrir litboltann.

                *Vettlingar/hanskar fyrir litboltann.

                *Húfa fyrir litboltann.

                *Sparifötin fyrir Hereford.

                *Eitthvað blátt fyrir landsleikinn.

                *Jákvætt hugarfar og gott skap fyrir alltsaman.

 

Hafið samband við Baldur í síma 8467648 fyrir frekari upplýsingar.

Sjáumst svo hress á Park Inn hótel, tilbúin í fjörið.                                                                      Stjórnin.

 

 

 

 

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236963
Samtals gestir: 77716
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 02:52:05

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar