Færslur: 2009 Júlí

30.07.2009 11:49

Verslunarmannahelgi 2009

Jæja þá eru 3 vikur liðnar af túrnum og verslunarmannahelgin blasir við. Hér hefur allt gengið eins og í sögu, Bimbó orðinn fjórfaldur afi og spígsporar um millidekkið eins og grimmur greifi.
Ólafur hefur tilkynnt að hann eigi von á erfingja með sinni ástkæru Marínu sinni og viljum við koma á framfæri hamingjuóskum til þeirra, og einnig til Árna Sig sem varð sextugur fyrir ekki svo löngu.

Okkur rak í rogastans .þegar við sturtuðum úr pokanum um daginn þá birtist einkennilegur fiskur sem við skírðum Guðlax og vóg hann 78,9kg.

Einnig má taka það fram að áhöfn Arnars hefur opnað baðhús og rakarastofu sem ber hið framandi heiti Blauta Salamandran og er í tyrkenskum stíl, vonumst til að geta náð einu góðu leðjuholi svo menn geti skellt sér í leirbað, einnig stendu til að ráða Hafliða Brynjólfsson sem andlegan heilara heilsulindarinnar, samningar standa yfir um kaup og kjör.
Skemmtinefnd Arnars hefur sett saman útihátíð sem ber heitið Einn Með Öllum.
Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi
Fimmtudagskvöld frá 22-03 verður færeyskur vikki vaki undir stjórn Grétars Smára, Ómars Inga og Hallbjörns, oft kendir við Kántrýpiltarnir.
Föstudagur 09 þá les Guðmundur Finnbogason valda kafla úr bókinni saga sjálfstæðisflokksins.
11 Þá mun Ólafur Hall stíga á stokk með töfrabrögð og búktal.
12-13 Verður grillveisla að hætti Gunni The Cock og Hebbu, Heilgrillaður Guðlax á   teini meðkokteilsósu og frönskum.
14-16 verður dartkeppni í boði bátsmannsins Jonna Þ og mun hann bjóða uppá léttar veitingar, Færeyski kúrekinn Ómar mun dansa eins manns línudans við léttan og undurfagran píanóleik Gunnars Helgasonar en Gunnar er sjálfmenntaður snillingur í píanóleik.
16-21 Frjáls tími og frjáls klæðnaður
22-02:45 Stórdansleikur þar sem gleðisveitin HÖGNARNIR mun ríða á vaðið hana skipa Gunnar Helgason sem mun leika á píanó og syngja fallega!!  Arnar Ólafur Viggósson á nikkunni, Partý Hans mun skratza skífunum, Þröstur Árnason mun verða á slagverki en hann er einmitt nýbúinn í stórum heimstúr með sveitinni sinni Lausum og Liðugum.
Laugardagur  1 stýrimaður mun dreifa verjum til áhafnarmeðlima eins og venjan er á öllum stórum útihátíðum. Staðsett verður afdrep fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis en það verður í sjúkraklefanum en tveir yfirmenn verða á bakvakt. Vegna minkun á lundakvóta verður Partý Hans með svívirta múkka á spottprís.
14-21 Sigurður vélstjóri verður með aflraunir og gamanmál, finnur verður aðstoðarmaður og hans hægri hönd.
21-02:45 Gleðisveitin HÖGNARNIR ásamt Elísabetu Fritzl trylla lýðinn á stóra sviðinu, öll meðferð áfengis,lyfja og/eða kynferðismisnotkun á dýrum verður umsvifalaust kært til skipstjóra.
Sunnudagur 09-24   Messur og almennt kristnihald
24-24:30  Högnarnir spila undir vangadanskeppni þar sem undirmenn verða paraðir við yfirmenn.


Með von um góða og kynferðisafbrotalausa verslunarmannahelgi 2009.   Skemmtinefnd Arnars.


09.07.2009 12:33

Brottför!!!!

Jæja jæja...


Þá er komið að því, viðgerð á spilinu að verða lokið og skipið að verða klárt til brottfarar! 


BROTTFÖR VERÐUR FRÁ SKAGASTRÖND KL:10.00 í fyrramálið eða föstudaginn 10 júlí.

07.07.2009 11:07

Svo bregðast togspil sem önnur spil...

Komið sæl og blessuð!


Þá er þessi túrinn búinn og það ca. viku á undan áætlun! En þannig var nú mál með vexti að bb togspilið hrundi og var því farið í land og túrnum slúttað!
Túrinn gekk vel í alla staði og aflabrögð alveg með ágætum!
Næsta veiðiferð hefst eftir viðgerð á spilinu en eiga þeir sem fara í næstu ferð að hafa samband við Jonna Ebba í síma 8254451.Starfsmaður mánaðarins var að þessu sinni Hugi Jónsson frá Tálknafirði en Hugi hirti alla titla sem í boði voru þennann túrinn eða Starfsmann mánaðarins, Skemmtikraft túrsins og bjartasta vonin og er Huga hér með óskað til hamingju með glæsilegan árangur!Við viljum senda Davíð vini okkar Oddssyni kærar kveðjur og er það okkar von að hann sé ekki að fara með fleypur í sambandi við ICESAVE.............
En talandi um Icesave: Icesave er í raun erlend bankastofnun sem var í eigu Landsbankans og stundaði inn og útlána starfsemi á erlendri grundu, nákvæmlega eins og Glitnir,Kaupþing, Landsbankinn og Sparisjóðirnir gerðu og gera hér á Íslandi!!!!
Icesave fór á hausinn nákvæmlega eins og Glitnir Kaupþing og Landsbankinn. Og hvað svo?? Jú, Íslenska ríkið á að vera í ábyrgð fyrir þá Breta og Hollendinga sem áttu peninga inní Icesave en einhverra hluta vegna eru Íslendingarnir sem áttu inneignir í Íslensku bönkunum bara svo ÓHEPPNIR að þeir tapa stórum hluta sinnar innistæðu!!!!!!!!
Ef málið er virkilega svona einfalt, þá held ég að Skallagrímur og Silfurskottan ættu eitthvað að endurskoða málið!!!Eða hvað?????Allavega þar til næst.......

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236963
Samtals gestir: 77716
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 02:52:05

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar