Færslur: 2009 Júní

30.06.2009 19:30

Icesave, Karfi og fleira!!

Já komið sæl og bless.


Af gefnu tilefni verður að koma fram nánari lýsing á hinni geysivinsælu "skrúðgöngu" sem haldin var hér þann 17 júní sl. En áhugasamir lesendur hafa látið í ljósi forvitni sýna á henni;)

Skrúðgangan hófst á lestarlúgunni kl:13 og var mæting góð, haldið var eftir stjórnborðs bakkaþilfari áleiðis að stiganum aftast þar sem leið lá niður á togdekk! Eftir togdekkinu var haldið inní stakkageymslu og svo þaðan niður á millidekk þar sem pökkunaraðstaðan var skoðuð og boðið uppá Suðusúkkulaði.... Úr pökkuninni var svo haldið aftur millidekkið og niður í vél þar sem Yfirvélstjóri bauð uppá veitingar og fór með gamanmál galdra ofl. Lokaspölurinn var svo frá Vélarúminu uppí matsal þar sem menn fengu sér kaffibolla og kex áður en formleg dagskrá hófst á lúgunni! Því miður náðust engar myndir af göngunni en þó er myndasmiður skipsins alltaf að bæta inn myndum í albúm! Endilega kíkið á myndirnar!!


Skoðanakönnun:
Nú viljum við fá ykkar álit á því hvort ykkur finnist Gamli Steingrímur Joð eða nýji Steingrímur Joð betri?? Kommentið á það takk fyrir!!!!Um daginn fór í land einn úr okkar röðum, það var Sigurður okkar Sverrir Ólafur Hallgrímsson en kona hans hún Áslaug eignaðist dreng sama dag og Siggi kom í land. Sigg fór í land með Rúsneskum togara og skipti það engum sköpum að Sigurður náði fyrir barnsburð og allt gekk vel og allir hraustir!
Við viljum senda Sigga og Áslaugu innilegar hamingjuóskir með drenginn!


Af okkur er svosem ekkert að frétta, við erum að skaka hér á Úthafskarfanum eins og nokkrir aðrir úr íslenska flotanum..... svosem ekkert meir um það að segja!


Heyrst hefur að við verðum í landi eftir tæpar tvær vikur eða 12-13 júlí!
Nýjar myndir verða settar inn fljótlega og benda skal á að samkeppnir okkar eru í fullu fjöri ennþá og er mikil samkeppni um titilinn "Starfsmaður mánaðarins" þennan túrinn!


Yfir og út!

20.06.2009 22:28

Hátíðarhöld,myndir ofl.

Já komið nú sæl og bless.....

Mikið hefur á daga okkar drifið síðan úr síðustu færslu!
Mikil hátíðarhöld voru hér hjá okkur á 17 júní þar sem boðið var uppá skemmtiatriði af bestu gerð:-)
Lúgubandið sá um tónleika sem voru vel sóttir, töfrabrögð voru sýnd, farið var með limrur, upplestur úr bókmenntasögu Íslendinga, skrúðganga ofl ofl.
Svo var endað á sameiginlegu hátíðarkaffi í boði Ingibjargar og Ragnars í eldhúsinu.
Dagurinn tókst vel og var hin mesta skemmtun að mati allra hér um borð!Björgunaræfingar voru teknar á báðum vöktum þar sem annars vegar voru æfð viðbrögð við "maður fyrir borð" aðgerð og er óhætt að segja að vel hafi til tekist hjá báðum vöktum. Hins vegar var æfður "flutningur á slösuðum manni" þar sem slasaður maður var fluttur af togdekki uppí sjúkraklefa.
Að æfingum loknum var haldinn fundur í matsal þar sem viðbrögð voru rædd og möguleikar á betrumbætum viðraðar svo engir annmarkar yrðu á ef notast þyrfti við björgunaraðgerðirnar í alvöru.Hingað til höfum við verið nokkuð heppnir með veður og eru menn duglegir að nýta sér sólina þegar hún sýnir sig.Athygli skal vakin á nýjum myndum í albúmi......
Annars er þetta gott í bili, veriði hress, ekkert stress og bæ...

15.06.2009 23:40

Reykjaneshryggurinn.

Já komið sælir lesendur góðir!

Nú erum við staddir í hópi 30 frystitogara á hinum geysivinsæla Reykjaneshrygg. Skipin eru af ýmsum þjóðernum eins og td. Rússnesk, Portúgölsk, Færeysk ofl ofl.

Samband okkar við umheiminn hefur verið af skornum skammti það sem af er túrsins en við vonumst til að betrun sé í loftinu eftir að við fengum varahluti með Þór HF til okkar nú nýverið!

Myndir verða settar inn á næstu grösum, en myndasmiðurinn Baldur Magnússon hefur farið of-fari í myndatökum um allt skip með nýju vélinni okkar! Ef netið hangir inni ætlar Baldurinn að vera búinn að setja inn ferskar myndir fyrir helgi:)

Verið er að undirbúa viðtal við fræga manneskju sem birt verður hér á heimasíðunni en þetta er nýbreytni sem briddað verður uppá þegar þurfa þykir!Starfsmaður mánaðarins verður kjörinn sem og skemmtikrafturinn vinsæli.

Eflaust á eitthvað nýtt eftir að´líta dagsins ljós hér á síðunni áður en yfir líkur.....


En að svo stöddu, yfir og út.

05.06.2009 09:02

Túrinn búinn!!!

Jæja lesendur góðir!!


Þá er komið að lokum þessa annars ágæta túrs. Skipið er komið til hafnar í borg óttans Reykjavík.

Brottför verður í næstu veiðiferð mánudaginn 8 júní nk. kl:13 frá Söluskálanum á Skagaströnd.


Gaman verður svo að sjá hvort Arnarsmenn haldi hefðum í titilvörninni um sjómannadagsbikarinn í kappróðri svo og reiptoginu en eins og margir vita eru Arnarsmenn meistarar síðustu ára bæði í róðri og reiptogi.....
ÁFRAM ARNAR:-)
Lesendum er óskað gleðilegrar Sjómannadagshelgar hvar sem þið verðið á landinu....

Punktur.

03.06.2009 16:01

Allt að gerast!

Já komið nú belssuð og sæl!


Túnin grænka,
Sólin skín,
Tíminn áfram líður.
Nú við etum,
drekkum vín,
nú gleði mikil bíður!

En svo orti skáldið eins og sagt er í Hávamáli!

Nú er að líða að því að túrinn sé kominn á enda og að menn og konur geri sér glaðan dag á sjálfan Sjómannadag sem haldinn verður hátíðlega á laugardaginn nk á Skagaströnd.
Í tilefni þess mun áhöfn Arnars gera sér dagamun og verður hátíðarkvöldverður í Kántrýbæ að kveldi laugardagsins 6 júní. Kvöldverðurinn hefst stundvíslega kl:20 að staðartíma.

Matseðillinn verður eftirfarandi:

Forréttur: Humarsúpa að hætti Gunna fyrrverandi Bryta á Örvari en Humarinn ku vera veiddur við Suðurströnd Íslands af vertíðarbátum frá Höfn í Hornafirði.

Aðalréttur: Lambafillé að hætti Svennýjar aðstoðarmatsveins í Kántrýbæ og einn af erfingjum Kántrýkrúnunnar! Lambið var séralið af norðlenskum bændum af austanverðum Skaganum.

Eftirréttur verður Frönsk Súkkulaðikaka að hætti Amýjar og eða Ís að hætti Kúrekans...Baldur Magnússon hefur undir höndum veigar þær er starfsmannafélagið pantaði fyrir sig og sína á fyrrmánuðum.....
Baldur mun koma ölinu til skila í dag eða á morgun en þeir sem ekki geta tekið við pöntunum geta haft samband við Baldur í síma 8467648.

Annars er þetta ágætt í bili..... Togarinn er væntanlegur til löndunar í RVK á föstudagsmorgun og verður brottför auglýst síðar....

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236931
Samtals gestir: 77714
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 01:56:18

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar