Færslur: 2009 Apríl

27.04.2009 08:50

Kreppan búin?

Jæja lesendur góðir!!

Agalegt þetta helvíti þegar maður er ekki alveg í "færslu-gírnum"...........en allavega, hér kemur færslan LOKSINS:) Eftir mikið nöldur í strákunum og þá sérstaklega Guðna Má!Núna eru kosningarnar yfirstaðnar og útkoman svona að mestu eftir bókinni, sigurvegarar kosninganna eru án efa Framsóknarflokkurinn, Vinstri Grænir, Borgarahreyfingin og Samfylkingin......... Alveg ótrúlega margir sigurvegarar í pólitíkinni!! Annað hvort eru þetta sannfærandi sigrar og eða gífurlega magnaðir "varnarsigrar".
En hins vegar varð Sjálfstæðisflokknum ekki kápan úr klæðinu að þessu sinni og þá hvorki Frjálslyndi flokkurinn eða Lýðræðishreyfingin hjá Ástþóri!! En einhver verður að tapa í öllum keppnum.

En svona fyrst að kosningarnar eru búnar, er þá ekki kreppan búin? Eða hvað??


Hústökufólk!!!!!
Hvað er málið með "Hústökufólkið" í Reykjavíkinni um daginn?? Hvernig er hægt að réttlæta að vaða inn í einhver hús og setjast þar að?? Og svo er bara skýringin sú að eigandinn var ekki að nota húsið????
Ókei, það eru hundruð sumarbústaða um allt land sem eru notaðir part úr ári! Má maður ekki bara taka þá "hústöku" ??????? OOoooohhhhh........Þessir hryggleysingjar sem hafa ekkert fyrir stafni nema að ónáða þeim æðri skattborgurum landsins! Hvernig væri fyrir þetta fólk að leita sér að vinnu eða eitthvað annað en að trufla lögreglu landsins og eigna sér húsnæði saklausra samborgara sinna??


Breytingar eru væntanlegar á skrifum hér á síðunni!
Það er nefnilega þannig að fyrirhuguð kaup á myndavél eru komin vel á veg og nú verður okkur ekkert til fyrirstöðu að fara að dæla inn myndum með færslunum okkar svona rétt til að glæða þær lífi:)


Milljarðaskipið er væntanlegt til löndunar á Skagaströnd þann 4 maí nk. kl:06 eftir því sem heyrist á göngunum þó að þetta hafi ekki verið staðfest við ritstjóra og er þetta því meira til viðmiðunar þar til annað kemur í ljós!Annars erum við bara helvíti brattir hérna á Arnari og vonandi hafið þið það sem best þar til næst,
Veriði hress,ekkert stress og Bless bless:)

19.04.2009 00:37

Einkaviðtal HU-1 við Jósef Frits!

Komið sælir lesendur góðir!

Nú ber vel í veiði hjá okkur á heimasíðu Arnars!! Þannig er nú mál með vexti að sendiboði heimasíðunnar Gunnar Helgason hefur slegið við heimspressunni og náði einkaviðtali við hin alræmda glæpamann Jósef Frits sem var á dögunum dæmdur til fangelsisvistar í Amstetten fyrir að hneppa dóttir sína í ánauð 24 ár eða svo!!!!
Afraksturinn kemur hér að neðan::Sæll Frits og takk fyrir að koma til viðtals við heimasíðu frystitogarans Arnars HU-1 frá Skagaströnd.
Svar: Sæll Kammerat Gunnar og ég vona að þið njótið vel og haf þú sérstakar þakkir fyrir þá vináttu sem þú hefur sýnt mér á Facebook á þessum erfiðu tímum í mínu lífi!

Hvert er nafn þitt og hvað ertu gamall?
Ég heiti Josef Fritzel en þið meigið kalla mig Jobba! Og ég er 66 ára gamall síðan 9 apríl sl.

Já, til hamingju með afmælið um daginn Jobbi!
Hver eru áhugamál þín?
Þau eru mörg og af ýmsum toga! T.d. hannyrðir, húsasmíði, eyða tíma með fjölskyldunni, ferðalög ofl. ofl.

Hefur þú lagt stund á nám?
Já, ég lærði til ljósmóður í bréfaskóla! Og svo er ég að stúdera Tékkneska skrautskrift í frístundum á heilsuhælinu!

Heilsuhælinu segir þú?? Ert þú ekki í fangavist?
Nei, nei, það er mikill misskilningur! Ég er á heilsuhæli fyrir geðtruflaða afbrotamenn í Amstetten en ég náði að leika á kerfið í réttarhöldunum og var því komið fyrir hér í stað þess að fara í fangavist!! HAHAHA!!!!

Sérðu eftir því sem þú gerðir??
Nei! Hverju annars??.......................RITSKOÐAÐ!

Hvað gerir þú í frístundum annað en að stunda nám af ýmsum toga??
Ég er á Facebook á milli kl:11 og 13, annars hef ég gaman af löngum gönguferðum á ströndinni og hestum!

Við þökkum  þér fyrir viðtalið Jobbi, en er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Takk sömuleiðis og þið hafið ekki séð neitt ennþá!

Þetta viðtal var tekið á Facebook af Gunnari Helgasyni og skrásett af Jóni Erni!

15.04.2009 01:33

Nú dregur til tíðinda!!!

Já komiði sæl og blessuð!!


Loksins eru páskarnir búnir með öllu sem þeim fylgja! Ingibjörg er búin að ala okkur eins og svín á leið til slátrunar.................................... En loksins eru veiskuhöldin búin í bili eða svoleiðis, það eru allir dagar veisludagar hjá Ingibjörgu:)


Nú er heldur betur farið að draga til tíðinda hér hjá okkur!

Svo virðist sem Bubbi Mortens verði að éta ansi stór orð ofaní sig eftir þáttinn "Færibandið" sem var á Rás 2 á mánudaginn fyrir viku!
Þar sagði Bubbi að Framsóknarflokkurinn væri spilltasti stjórnmálaflokkur fyrr og síðar á Íslandi, en ef mið er tekið af fréttum síðustu daga eru Framsóknarmenn eins og kórdrengir samanborið við Sjálfstæðis og Samfylkingarfólk!!!! Gaman af því!


Í síðustu færslu var lofað umfjöllun um Josef nokkurn Frits! En það er gaman að segja frá því að einn af sendiboðum heimasíðunnar er búinn að setja sig í samband við Josef á Facebook og ætlar Josef að koma í viðtal við heimasíðu Arnars á næstu dögum!!
Viðalið verður svo birt í heild sinni hér síðinni þegar tíminn kemur.............................


Annars erum við bara helvíti góðir hér á milljarðaskipinu og vonum að þið hafið það sem allra best hvar svo sem þið eruð niðurkomin í veröldinni!!!

08.04.2009 13:03

Kosningabaráttan byrjuð!

Sælir og blessaðir lesendur góðir!

Þá erum við komnir í gang þennann túrinn og lífið farið að rúlla sinn vanagang hér um borð! Eins og gengur og gerist bera umræður okkar hér um borð keim af því sem fram kemur í fréttum á öldum ljósvakans!
Umræðan þessa dagana er að mestu leyti tengd kosningunum sem haldnar verða nú á næstu dögum!
Flokkarnir eru mis-vinsælir hér um borð og er óhætt að segja að Vinstri hreyfingin grænt framboð er ekki sú vinsælasta í ljósi þess að Steingrímur Joð og félagar ætla að herja á okkur með hátekjusköttum og láta okkur borga brúsann fyrir þá sem ekki hafa háar tekjur en eiga engu að síður að fá meiri og betri þjónustu en við!
Við spyrjum!
Er ekki nóg að við borgum hærri krónutölu í skatta?? Þurfum við endilega að borga hærra hlutfall af laununum okkar líka?? Eigum við að líða fyrir sjálfsbjargarviðleitni og það að við erum tilbúnir að leggja á okkur meiri vinnu fyrir meiri pening?????

Framsóknarflokkurinn á alltaf þónokkrar vinsældir hér um borð eins og Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin!


Gaman væri ef frambjóðandinn okkar hann Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skeggjastöðum myndi kommenta og gera grein fyrir hans sýn á Hátekjuskatta Steingríms Joð!!!!


Einn aðili hér um borð tekur þó ekki þátt í umræðum tengdum pólitík! Og eiginlega tekur hann ekki þátt í neinu nema það tengist Volvo bifreiðum,ruslagámum,grásleppuútgerð og ást!
Guðni hefur í stuttu máli breyst mikið og er ekki þekkjanlegur fyrir þennann geyslega harða og kjaftfora togarajaxl og fyllibyttu sem hann áður var
Og í framhaldi af því fæddust vísur á snyrtiborðinu sem hljóða svona:

Ástfanginn Guðni Már fór útá sjó,
af ákafa reif hann í tólin,
Ef nefnum við gáma og gamlann Volvó,
þá ljómar hann rétt eins og sólin.

Nú horfir Guðni ekki á Klám,
né rúnkar sér eftir minni.
Hann er með mynd af ruslagám,
undir kodda í kojunni sinni.

Hann Guðni er eins og annað fólk,
já það er ekkert grín.
Núna teigar kappinn mjólk,
í staðinn fyrir vín:)Segjum þetta gott í bili.......

e.s. í næstu færslu verður umfjöllunar efnið Jósef nokkur Frits eða Jobbi F eins og við köllum hann!

02.04.2009 10:12

Túrinn búinn.

Jæja jæja,

Þá er túrinn búinn og liggur milljarðaskipið við höfn í Reykjavík!  Fín veiði var þennann túrinn og endaði hann í 22 þúsund kössum af Karfa(að mestu leyti).


Brottför verður frá Skagaströnd KL:13 á sunnudaginn.MÆTING VIÐ SÖLUSKÁLANN.
Brottför verður frá Reykjavík kl:18 á sunnudaginn
Fékk sendar nýjar myndir úr túrnum, kíkið í albúmið!!


KV.Ritstjórinn.
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236963
Samtals gestir: 77716
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 02:52:05

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar