Færslur: 2009 Mars

31.03.2009 07:55

Er þá ekki kominn tími á smá fréttir af lífinu um borð??
Það er óhætt að segja að það sé smá úthafs fílingur í gangi, þar sem rauðagullið flæðir út um allt og segjast elstu menn ekki muna annað eins.
Nú eins og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir er einn áhafnar meðlimur í framboði til alþingis, og er óhætt að segja að það sé ákveðin atkvæða smölun í gangi með hinum ýmsu kosninga loforðum.
Til dæmis rýmri skotvopnalög, sprengja Patreksfjörð, stýriflaugar og eldfæri handa Huga, upptaka dauðarefsingar, lögleiðing brottkasts, og ýmislegt fleira mis gáfulegt.

Gufan hefur verið óvenju mikið notuð í þessum túr, sérstaklega uppúr miðnætti. Hvort það er í einhverju sambandi við að messinn fer í gufu á þessum tíma skal ósagt látið, en það er svo komið að menn verða að panta tíma í gufuna til að komast að.

Og þá að messanum, einsog flestir vita er hjá okkur nýr messi, og ég læt hér fylgja stutta lýsingu á henni, en einn ónemdur aðili komst svona að orði: "Hún er einsog RITSKOÐAÐ!. Og er eingin ástæða til að hafa fleiri orð um það.

Ég hef ákveðið að koma ekki fram undir nafni að svo stöddu, en ætla að gera úr því smá getraun og byðja lesendur um að giska á hver það er sem skrifar.
Svo er auðvitað lágmarks kommenta fjöldi áður en meira verður bloggað, eigum við ekki bara að segja 20 komment, lágmark   .
   

Já svo má líka taka það fram að við verðum í landi 2 apríl nk að morgni eða um 8 leitið í borg óttanns eða Reykjavík city,yfir og út...... 

26.03.2009 13:25

Ókei ókei!

Jæja jæja.......

Eftir langt og greinargott samtal við Arnar Ólaf var það ákveðið að ég kæmi með næstu færslu en aftur á móti myndi hann skella inn myndum af lífinu um borð þegar kommentfjöldi hefði náð 20 stk.


En svo er aftur á móti vandamál núna með það hvað eigi að skrifa um!!
Einhvern veginn er ekki mikill áhugai hjá pistlahöfund fyrir því að skrifa um enn fleiri gjaldþrot bankastofnana. Og ekki ætla ég að skrifa hér um fiskeldi og eða kræklingarækt en þó get ég bent áhugasömum á ÞESSA síðu:) þar sem umfjöölunarefni er yfirleitt eitthvað fiskeldistengt!!!!

Jú,ég bý á Blönduósi og var einmitt stórfrétt héðan nú í vikunni um vopnaburð nemanda í grunnskóla Blönduóss! Fréttina má sjá hérna en af gefnu tilefni er rétt að árétta það að nemandinn var einungis með skotvopnið undir höndum en engin skotfæri! Og einnig er kanski ástæða til að benda á að þarna var á ferð 22cal kindabyssa ekki Uzi eða eitthvað þaðan af verra eða betra:)

Frést hefur af góðri veiði á suðurhorni landins og eru allir markaðir á Reykjanesinu hreinlega að springa vegna mikils fiskerís vertíða báta fyrir sunnan...

Liverpool er komið á heljarinnar flug og verður gaman að sjá núna á endasprettinum hvort Man.Utd haldi áfram að fatast flugið eða hvort þeir nái að hanga út tímabilið í fyrsta sæti með meistarana á hælunum!

A landslið Íslands í knattspyrnu tapaði fyrir Færeyingum 1-2 um daginn og hafa gárungarnir sagt að þar hafi verið á ferð fyrsta afborgun gjaldeyrislánsins sem þeir frændur okkar og vinir lánuðu okkur þegar kreppan ógurlega skall á!

Að lokum vil ég skora á lesendur að kommenta sem mest svo Arnar verði að láta undan pressu og birta myndir af lífinu um borð!!


En einn góður að lokum:
Elvar og Gunna voru á Flórída í brúðkaupsferð og eitthvað var parið ósátt um hvað þau skildu gera einn daginn. Elvar vildi fara í golf en Gunna vildi fara í Disney garðinn!
Eftir mikið þrögl var Elvar orðinn þreyttur á helv.. kerlingunni sem var alveg að missa sig í frekju og yfirgang, og hreytti í hana: Gunna, geturðu ekki drullast til að átta þig á því að ef ekki væri fyrir mín auðæfi þá værum við ekkert hér í Flórída á þessu lúxus hóteli??
Þá sagði Gunna: Jú það get Elvar minn, og ég veit það líka að ef ekki væri fyrir þín auðæfi þá væri ekkert VIÐ í því!!!!

23.03.2009 20:56

Og þá fóru Sparisjóðirnir!!!

Jæja jæja,

Alltaf eitthvað nýtt að gerast í þessu guðsvolaða þjóðfélagi okkar!!
Nú voru það semsagt Sparisjóðirnir sem fóru yfirum og eru skilanefndir að tæta þá í sig einn af öðrum og hundruð bankastarfsmanna streyma á atvinnuleysisbætur.
1/3 af þeim starfsmönnum sem misst hafa vinnuna í bankageiranum hyggjast halda til útlanda þar sem þeir ætla að freista þess að fá vinnu!


En það er nú einhvernveginn þannig að ástandið skánar ekkert á því að væla yfir hlutunum, nú er bara að vonast eftir kraftaverki eða bara að Framsóknarflokkurinn komi vel útúr komandi kosningum:)
Ég vill benda á skemmtilegar heimasíður eins og þessa hérna og þá þessa hér líka;).


Eins og glöggir lesendur átta sig á er ritsjórinn eða sá er hér skrifar ekki um borð í þessari veiðiferð og er því ekki með nein tíðindi af lífinu um borð! Arnar Ólafur mun sjá um næstu færslu og kemur þá væntanlega með einhverjar gamansögur frá HU-1.

Hvað lífið í landi varðar er af nógu að taka, til dæmis er ég nýkominn heim úr helgarreisu sem farin var til Hríseyjar þar sem tekið var þátt í mikilli ráðstefnu um Kræklingaeldi og unnin stefnumótunarvinna í samtökum skelræktenda SKELRÆKT.


Annars egjum við þetta gott í bili, og yfir til þín Arnar Ólafur!

21.03.2009 05:37

OK OK

Jæja þá er liðin rétt rúm vika af þessum túr og menn nokkuð sáttir við guð og menn.
Það er nú ekki mikið að frétta hjá okkur strákunum nema að Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson er kominn í framboð og boðar nýja og betri  tíma,slagorð hans er VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ ER EKKI HÆGT! og er hann duglegur að kynna sig og sín mál.
Nýr messi er hjá okkur Alexandra ósk og er Reykjarvíkur mær í húð og hár,stendur sig bara vel stelpan.

Hansinn okkar átti afmæli um daginn 28 ára og við óskum honum til hamingju með það, Kokkurinn gleymdi að baka handa honum en það reddaðist því hann fékk jú eitthvað gott í kroppinn.
Heilsufríkin eru komin með Hafstein á sitt band og eyðir hann sínum frítíma í ræktinni púlandi og svitnandi, (spurníng hvort Ensi reddi léttari stöng fyrir kallinn :)   

Það er búið að vera ágætis kropp á okkur og  ættum við að vera í landi 5 apríl nk. samkv. planinu góða.

við vorum að setja inn myndir frá árshátíð starfsmannafélagsinns sem haldin var í des 08

Nú er tækja stoppið að verða búið og þá höfum við þetta ekki lengra í bili en sendum við boltann yfir til fréttaritaranns okkar sem er í landi og hann kemur með næstu færslu
                                         
                                           yfir til þín Jón Örn.  emoticon

10.03.2009 19:50

Lok túrs!

Jæja lesendur kærir!

Enn og aftur hefur ritstjóri síðunnar verið fundinn uppvís af vítaverðum afglöpum í starfi, afglöpin lýsa sér í algjöru áhugaleysi í bloggfærslum og framtaksleysi!
Eins og annars staðar í Íslensku þjóðfélagi verður ritstjórinn dreginn til ábyrgðar en allar sakargiftir verða látnar niður falla samkvæmt hefð bankastofnanna íslands.


Starfsmaður mánaðarins var kjörinn Hafliði Þ Brynjólfsson aka Vinnustaðagrínarinn! Hafliði fór hamförum í túrnum og er óhætt að segja að hann hafi stytt öllum sem heyra vildu stundirnar með yfirgengilegu gríni,eftirhermum og glensi af bestu svort:)
Hafliði er vel að titlinum kominn og er honum hér með óskað innilega til hamingju!

Við komum í land kl:21 að kveldi sunnudagsins 8 mars og er brottför kl:23 á miðvikudaginn nk.

Enginn sigurvegari hefur verið valinn í kjöri skemmtikraftsins þennann túrinn og eru því settar skýrar línur um lágmarks þáttöku í leiknum!


Þökkum lesendum fyrir túrinn, hlökkum til að takast á við þann næsta, Ritstjóri:)

06.03.2009 05:32

Við viljum blogg!

Komið sæl enn og aftur!

Í dag ber fyrst að nefna það að hann Elvar okkar Freyr Aðalsteinsson á afmæli í dag og er orðinn 32 ára gamall!
Elvar er fæddur og uppalinn á Patreksfirði og hefur fengist við ýmis störf í gegnum tíðina og af því ber helst að nefna barneignir,sjómennsku,flutninga og fyrirsætustörf.
Elvar ákvað ungur að verða öðrum Vestfirðingum góð fyrirmynd og fór menntastíginn þar sem leið hans lá á Sauðárkrók! Á Sauðárkrók kynntist hann núverandi konu sinni henni Maríu Jónu Gunnarsdóttir og eiga þau þrjú börn og þau eru Rakel Sif, Karen Ösp og Gunnar Andra.
Elvar verður að heiman á afmælisdaginn en mun þó í samstarfi við Ingibjörgu Skúladóttir halda veislu í tilefni dagsins og er öllum þeim sem sjá sér fært að mæta boðið í hana, veislan verður haldin í matsal Arnars HU-1 og hefst kl:06 en stendur til 23.
Áhöfn Arnars óskar Elvari innilega til hamingju með daginn og er það okkar ósk að hans verði notið sem best!(Dagsins sko)


Að öðru, upp hafa komið réttmætar gagnrýnisraddir um að bloggvirkni sé ekki góð þennan túrinn! Það er gangrýni sem á að vissu leyti rétt á sér en þó ekki! Takmark síðunnar er að uppfæra upplýsingar um  daglegt amstur okkar hér um borð og viðra skoðanir og umræður sem eiga sér stað hér um borð,halda úti samkeppnumn og reyna að brjóta upp hversdagsleikann með hinu ýmsasta móti!!! Þó ber að nefna það að lesendur síðunnar eru stór partur af færslunum og ef ekkert er um komment til að örva skrif inná síðuna er skrifunum sjálf hætt:)
Botton læn er þá engin komment, engin skrif:)


Davíð Oddson hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu dagana en heyrst hefur af honum á Flórída þar sem hann og Guðni Ágústsson eru í vetrarfríi og munu hugsanlega vera að leggja á ráðin fyrir komandi kosningar!


Það er lítið að frétta af Jóhönnu Sigurðar en einhver hér um borð hélt því fram að hún væri samkynhneigð!!!! Hahaha, það sem mönnum dettur nú í hug:) Hvað verður það næst segi ég nú bara!


Túrinn er nú farinn að styttast í æðri endann og verðu við inni á mánudaginn kemur kl:?


Mikið hefur gerst í samkeppninni um starfsmann mánaðarins, margar góðar ábendingar komið og dómnefndin með Ernst K Berndsen í fararbroddi komin á kaf í málið!

Samkeppnin um skemmtikraft túrsins er hins vegar ekki jafn spennandi og er alls ekki útséð með hver hreppir hnossið á þeim bænum.


Annars segjum við þetta nóg í bili, 
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236931
Samtals gestir: 77714
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 01:56:18

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar