Færslur: 2009 Febrúar

27.02.2009 12:53

Bloggleti ofl.

Komið nú sæl og blessuð!

Það verður að viðurkennast að mikil "bloggleti" hefur einkennt síðuna síðustu daga og er beðist velvirðingar á því!
Ýmislegt hefur verið í gangi í þjóðfélaginu og ber helst að nefna ráðningu nýs Seðlabankastjóra, nýjasta útspil Framsóknarflokksins og opinbera aftöku Frjálslynda flokksins.


Davíð Oddsson kom sterkur inn í Kastljósinu um daginn og vægast sagt vafði hann Sigmari um fingur sér og tók alla stjórn í sínar hendur, ókunnugir menn hefðu getað haldið að Dabbi hefði verið spyrill í stað Sigmars.
Samdóma álit á snyrtiborðinu var um það að Kóngurinn hefði komið vel útúr þessu viðtali og heyrðust raddir þess efnis að kanski væri eina leið Íslendinga útúr kreppunni að fá hann í stjórnmálin aftur, en dæmi hver fyrir sig!!


Við síðustu færslu kom athugasemd frá skipverja á Guðmundi í Nesi þess efnis að ekki væri fjallað um Ensku deildina, en við erum allir að vilja gerðir til að bæta úr því!
Staðan er sú að Man.utd er ennþá efst með 62 stig, Liverpool í öðru sæti með 55 stig, Chelsea í þriðja með 52 stig og svo önnur lið neðar með færri stig eins og gefur að skilja!
Þó ber að árétta það að ennþá eru eftir einir 12 leikir sem geta gefið 36 stig í aðra hönd! Það segir okkur það að 7 stiga forysta er engan vegin örugg:)
Í framhaldi af þessu eru Ensku liðin að koma vel útúr meistaradeildinni og verður spennandi að sjá eftir 1/2 mánuð hvort og þá hvaða lið komast áfram.


Samkeppnin um skemmtikraft túrsins er í fullu fjöri og sem fyrr eru það Guðbjörg KR og Rósa Björg sem berjast hatrammri baráttu um titilinn. Ernst Berndsen fylgist spenntur með og vil hann árétta að ekki er of seint fyrir nýja keppendur að blanda sér í baráttuna sem er hvergi nærri lokið!

Þónokkuð hefur verið sent inn af tilnefningum í útnefningu á starfsmanni mánaðarins og verður hann útnefndur helgina 7-8 mars.
Tilnenfingar sendist á kraeklingur@gmail.com


Vinnustaðagrínarinn er að fara á kostum og heldur uppi skemmtiatriðum að lágmarki 12 tíma á sólarhring öllum til mikillar gleði:) Það ber að nefna hér að það er okkur ómetanlegt að hafa svona mann til að létta okkur lundina í svona túrum;)
Áfram vinnustaðagrínarinn!!!!!


Þetta er nú orðið ágætt í bili en þó vill ritstjóri vara viðkvæmar sálir við að lesa færslurnar á síðunni, engin ábyrgð er tekin á áföllum sem tengd geta verið við lestur síðunnar:)

18.02.2009 16:10

Gamli gamli!!

Já sæl verið þið!

Nú er útgerðastjóri Fisk seafood búinn að gefa út róðraplan fram að sjómannadegi og er það vel. Planið er sem hér segir:

Brottför                                               Heimkoma                         Dagafjöldi
 6 febrúar  9 mars  30
 12 mars  7 apríl  26
 10 apríl  6 maí  26
 9 maí  6 júní  28

Ath. Þetta er einungis viðmiðun.

Svo er það næsta mál,
Um daginn varð árekstur tveggja KJARNORKUKAFBÁTA í Atlantshafinu!!!! HALLÓ, við erum í Atlantshafi!
Þessi árekstur varð suður af Íslandi og voru bátarnir með samtals 160 kjarnorkusprengjur um borð sem er margföld Hírósíma sprengigeta!! Og hverjir voru þetta aðrir en "vinir" okkar bretar! Helvítis kvikindin,svo ætluðu þeir ekkert að segja frá þessu! Það á að hengja þá og troða Icesave víxlunum á kaf uppí rassgatið á þeim og svo má Gunni á Felli gera eitthvað við kerlingarnar þeirra sem ekki verður haft eftir hér:)


Upp er kominn faraldur hér um borð og lýsir hann sér þannig að menn eru hættir að borða sætabrauð og nammi en borða í staðinn epli,banana,tómata,harðfisk og allt sem vex á trjám hreinlega!


Aðstandendur síðunnar eru að ræða þá hugmynd að reyna að fækka bloggfærslum hér á síðunni þar sem komment færslum fækkar svo um muni ef bloggið er virkt!!


Gróska er komin í laxeldi á Íslandi og eru tveir menn hér um borð að plana að leggjast á skólabekk í fræðum því tengdu!

Annars er ekkert markverrt annað í gangi!! 

13.02.2009 13:05

Komnir í gang!

Jæja gott fólk!

Nú erum við komnir í gang og búnir að vera úti í viku!

Allt er að gerast á síðunni og geysihörð keppni um Skemmtikraft túrsins komin í gang! Sem fyrr stendur keppni  á milli Rósu Bjargar og Guðbjargar Kristmunds en þó eru úrslitin langt frá því að vera ráðin og eru lesendur hvattir til að láta að sér kveða!
Skipaður hefur verið sérlegur dómari í þessari virtu samkeppni og er það enginn annar en Ernst K Berndsen Yfirvélstjóri!

Starfsmaður mánaðarins verður útnefndur þegar líða tekur á túrinn og eru margir ansi líklegir til sigurs þar enda einvala lið um borð á milljarðaskipinu!
Dómnefnd þeirrar samkeppni er sem fyrr Valdimar Viggósson yfir baader, Ernst K Berndsen Yfirvélstjóri og Jón Ö Stefánsson ritstjóri.Tekið er við tillögum á netfangið kraeklingur@gmail.com


Stjórn starfsmannafélagsins hefur ákveðið að halda samkeppni um hönnun lógós fyrir félagið og er sú samkeppni opin nú þegar, nánari útfærslur koma inn síðar en hugmyndaríkir menn geta farið að mynda hugmyndir sínar á blað! Verðlaun eru í boði!

Annars er lítið að frétta af okkur nema þá helst það að vinnustaðagrínarinn er kominn í gírinn og það er helvítis kaldi á okkur núna:) En það lagast á morgun!


Bestu kveðjur, Ritstjórinn!

06.02.2009 13:34

Og koma svo!

Jæja lesendur og vinir okkar allstaðar í heiminum:)


Í dag ætlum við að leggja úr höfn á Skagaströnd um 18,50 leytið!

Þá hefst gleðin og hamingjan og dregið verður í vaktalottóinu!

Frekari fréttir bíða betri tíma en frá og með núna eru allar samkeppnir komnar í gang og því ekki að bíða boðanna heldur bara bomms og KOMA SVO;)OVER&OUT!
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236963
Samtals gestir: 77716
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 02:52:05

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar