Færslur: 2009 Janúar

31.01.2009 19:39

Rósa Björg ótvíræður sigurvegari!

Komið sæl og bless!

Nú er þessi túrinn að enda kominn og ekkert eftir nema að þrífa og drulla sér heim til löndunar! Heyrst hefur að skipið verði inni seint annað kveld, en brottför verður auglýst síðar! Eftir því sem ég kemst næst á áhöfnin að kjósa um hvort áhugi sé fyrir svokölluðu "skiptimannakerfi" en hver og einn verður að gera það upp við sjálfan sig hvað hann vill, en ég sem ritstjóri síðunnar ætla ekki að koma með neinar skoðanir eða ályktanir um það mál, þó ekki sé nema bara til að halda friðinn og sjá til þess að sumir menn verði ekki argir yfir því að menn viðri skoðanir sínar hér á síðunni!!!! Enda er síðan eingöngu til dægrastyttingar,ekki til skoðana og eða tjáskipta finnst sumum:)
En nóg um það!


Eins og fyrirsögnin bendir til er Rósa Björg ótvíræður sigurvegari keppninar um skemmtikraft túrsins og er henni óskað hér með til hamingju! Rósa Björg er vel að þessum titli komin og er það ósk aðstandenda síðunnar að keppnin blómstri og aðrir lesendur taki Rósu sér til fyrirmyndar! 
Í næsta túr hefst svo titilvörn Rósu en allar líkur benda til að hún eigi eftir að heyja einvígi við fyrrverandi sigurvegara keppninnar Guðbjörgu Kristmunds og verður gaman að fylgjast með þeim næsta túrinn!


Starfsmaður mánaðarins verður ekki útnefndur þennann túrinn þar sem ekki ein einasta ábending skilaði sér til dómnefndar þrátt fyrir stórar og miklar yfirlýsingar ákveðinna manna í síðasta túr sem töldu fram hjá sér gengið!


Allar líkur eru á að ný ríkisstjórn líti dagsins ljós á morgun! Einnig eru einhverjar líkur á að nýr meirihluti líti dagsins ljós nú um helgina í bæjarstjórn Blönduóss!!Annars bara þar til næst!! Velkomnir í land og skítt 

19.01.2009 20:36

Flokksþing og allt annað!!

Jæja lesendur góðir!!

Allt og ekkert að gerast hjá Arnarsmönnum þessa dagana!!Keppnin um skemmtikraft mánaðarins er í fullum gangi og eru keppendur HVATTIR til að sýna lit og kommenta með einhver gleðiefni!!!
Kjör starfsmanns mánaðarins er í gangi og hafa margar vísbendingar borist á netfangið kraeklingur@gmail.com


Heimasíða dagsins verður tilnefnd um leið og ráðgjafi síðunnar Jónas Þorvaldsson vaknar af dvalanum en hann hefur ekki útnefnt síðu enn sem komið er á þessu ári!
Hins vegar getum við BENT á síðu sem þó er ekki "heimasíða dagsins"
Við bendum á síðuna Marine traffic sem sýnir siglingu margra skipa í heiminum í gegnum AIS eftirlitskerfið!!!


Annars er bara það að frétta að Framsóknarþinginu er lokið og komin ný forrysta í annars frábærum flokk, við óskum Framsóknarmönnum öllum innilega til hamingju með þingið og bjarta framtíð!!


Annars bara ekkert,

12.01.2009 18:06

Fréttaritarinn snýr aftur!

Já komið sæl og blessuð!

Nú er staðan orðin þannig að eins og flestir vita er fréttaritari Arnars HU-1 í fríi en þó mun hann sinna skyldum sínum sem fréttaritari og koma inn með pistla og fréttaskot þegar það á við!


Kjör á starfsmanni mánaðarins fer fram að gömlum og góðum sið, og skemmtihornið er hér með opið öllum þeim sem vilja koma með brandara,vísur og eða önnur gamanmál!
Þó ber að hafa það hugfast að veitt eru verðlaun fyrir þann skemmtikraft er skarað hefur fram úr þann og þann mánuðinn! Síðasta mánuð vann Guðbjörg Kristmundsdóttir titilinn eftir geysi harða lokabaráttu við Rósu Björg en Rósa Björg kom sér í samband við fréttaritarann og kom með trúverðugar skýringar á því að hún lét 1 sætið sér úr greipum renna!
Rósa Björg á örugglega eftir að koma sterk inn þegar á líður og er titilbarátta Guðbjargar nú hafin!

Verðlaunin eru komin í póst og á Guðbjörg von á þeim innan skamms!


Tilnefningar á starfsmann mánaðarins eiga að sendast á netfang fréttaritara kraeklingur@gmail.com


Annars er allt rólegt að frétta af strákunum á Arnari, menn eru að setja sig í stellingar fyrir væntanlegt flokksþing Framsóknarmanna sem haldið verður næstu helgi!!


Bestu kveðjur í bili, Fréttaritarinn!ps, hér kemur túra plan næstu 3 túra


Jan

 

 

Arnar

 

 

 

sun

mon

tue

wed

thu

fri

sat

 

 

 

 

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

 

 

 

 

 

 

 

Feb

 

 

 

 

 

 

sun

mon

tue

wed

thu

fri

sat

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mars

 

 

 

 

 

 

sun

mon

tue

wed

thu

fri

sat

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

 

 

 

 
09.01.2009 01:16

Aðalfundur 2008

Laugardagur 27. desember 2008.  Fellsborg Skagaströnd.

 

Aðalfundur Starfsmannafélags Arnars HU-1

 

Dagskrá fundar liggur fyrir.

.

     Fundur settur

 

     Skipan starfsmanna fundarins.

 

     Skýrsla stjórnar 2008.

 

     Ársreikningar.

 

     Lagabreytingar.

 

     Kosningar.

 

     Önnur Mál.

 

 1. Fundur settur kl 16:00 af formanni Guðmundi Finnbogasyni mættir eru 17.

 

 1. Fundarstjóri skipaður Guðmundur Finnbogason, fundarritari er Baldur Magnússon.

 

 1. Skýrsla stjórnar.  Guðmundur Finnbogason flytur og leggur skýrsluna fyrir fundinn.

 

 1. Jón Örn Stefánsson tekur til máls um hákarlamál fyrir Ernst Berndsen og flytur stutt erindi um afla og sölu hákarla.  Minnir á að menn láti Ernst Berndsen (sölumanninn) vita um alla hákarla sem veiðast, hvað mikið, hvenær og hvar svo hann geti svarað kaupendum þegar þeir spyrjast fyrir um hákarlinn.

 

 1. Guðmundur Finnbogason leggur ársreikninga félagsins fyrir fundinn.  Samþykktir.  Einnig áréttar Guðmundur að menn séu vakandi fyrir mögulegum öðrum tekjum.

 

 1. Lagabreytingartillaga frá Guðmundi Henrý Stefánssyni barst á löglegum tíma fyrir fund. (Sjá fylgiskjal).  Kosið var um breytingartillöguna, 12 samþykktu og 3 sögðu nei. 2 sátu hjá. Lagabreyting samþykkt.

 

 

 1. Kosning stjórnar.  Kjörstjórn skipa:  Jón Örn Stefánsson, Jónas Þorvaldsson og Guðmundur Henrý Stefánsson.  Leynileg kosning fór fram og voru allir í kjöri.

Nýja stjórn skipa:

Guðmundur Henrý Stefánsson

Baldur Magnússon

Jón Örn Stefánsson

Arnar Ólafur Viggósson

Skúli Tómas Hjartarson

Til vara:

Valdimar Viggósson

Hafliði Brynjólfsson

 

 1. Önnur Mál.

 

Björn Sigurðsson beindi því til stjórnar og óskaði eftir að atburðir séu auglýstir á annan hátt en með emil eingöngu, tam með póstinum.

 

Hafsteinn Auðunn Björnsson vill að ný stjórn skoði möguleika á að fjárfesta í nýjum ljósabekk fyrir áhöfnina þar sem sá gamli sé úr sér genginn.

 

                  Tvær tillögur um fjáröflun til handa starfsmannafélagi ræddar frá Jóni        Erni Stefánssyni og Jónasi Þorvaldssyni.  Tillögurnar voru skráðar ýtarlegar en verða ekki birtar hér.

 1. Guðmundur Finnbogason þakkaði félögum sínum fyrir samstarf.
 2. Fundi slitið.

06.01.2009 16:04

Lausn vandamálana

             Hver kannast ekki við þetta vandamál ??????


 

Nú er komin lausnin á vandamáli okkar sjómanna.Þessar frábæru svuntur eru saumaðar af stelpunum á saumastofunni Íris á Skagaströnd
og mælum við eindregið með að menn panti sér svona svuntu, þær margfalda líftíma á buxunum hjá okkur og vitum við hvað sjófatnaður kostar nú á dögum....
Svuntan er úr sterku efni, stillanleg teija er á henni þannig er af henni er mikill stuðningur við bak.
Símanúmerið á saumastofunni er 4522759.
Einnig eru þær með vinnslusloppana sí vinsælu sem eru með stroffi á ermun og eru þeir einstaklega þægilegir og liprir.03.01.2009 20:59

Ársbyrjun!!

Jæja lesendur góðir!

Þá er jólafríi lokið hjá stórum hluta áhafnar Arnars þó svo að sumir okkar verði í fríi eitthvað fram í janúar eða jafnvel fram í febrúar:)

Fréttaritarinn sem hér skrifar er í fríi þennan túrinn og er því boltanum rúllað yfir á Arnar Ólaf sem mun vonandi hafa ofan af fyrir okkur og ykkur!

Helst er það að frétta af áhöfn Arnars að haldin var árshátíð og aðalfundur starfsmannafélagsins á milli hátíða og tókust þeir atburðir með ágætum! Engar stórar fréttir eru þó af atburðunum nema þá einna helst að ný stjórn hefur tekið við í félaginu og er hún þannig skipuð:

Formaður: Baldur Magnússon
Ritari: Jón Örn Stefánsson
Sjoppumálaráðherra:Arnar Ólafur Viggósson
Meðstjórnendur: Guðmundur Henrý Stefánsson og Skúli Tómas Hjartarsson.
1.varamaður: Valdimar Björgvin Viggósson
2.varamaður:Hafliði Stáli Brynjólfsson.Ekkert meir frá mér í bili, boltinn sendur á Adda og góða veiði og góða skemmtun!!!!!
 • 1
clockhere
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236931
Samtals gestir: 77714
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 01:56:18

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar