Færslur: 2008 Desember

27.12.2008 13:06

Ótitlað

Aðalfundur og árshátíð starfsmannafélags Arnars HU-1.Í dag kl:16 verður aðalfundur Starfsmannafélagsins hjá okjkur á Arnari og í framhaldi af honum eða kl:18 verður árshátíðinni startað á fordrykk í Fellsborg!Að loknum fordrykk verður svo matur og þá verður herjað niður í Kontrýbæ um 21 leytið þar sem haldið verður skemmtikvöld!!!


Góða skemmtun!

21.12.2008 14:11

Tæknileg mistök, lokafærsla!

Já sæl verið þið enn og aftur þó ekki verði mikið um færslur á næstu dögum!

Nú erum við komin í land á Skagströnd, Vöggu Íslenskrar kontrý menningar!Við lögðumst uppað bryggju um 7 leytið í morgun og hentum jólaseríunni upp að gömlum sið áður menn héldu til síns heima!

Fréttaritari skrifaði mikla grein og gerði túrinn upp í færslu sem einhverja hluta vegna hefur gufað upp í "kerfinu" en hún allavega komst ekki til birtingar og er því unnið við að skrifa aðra færslu hér!

Á sunnudaginn var útnefndur "starfsmaður mánaðarins" og hlaut þann titil Tryggvi Hlynsson Mats og Baader maður! Tryggvi er vel að þessu kominn og er einstaklega samviskusamur og duglegur drengur, vel gerður og eru öll samskipti við hann til fyrirmyndar! Ávallt er stutt í brosið hjá Tryggva og endalaus tími fyrir fíflagang:)
Dómnefnd og aðstandendur síðunnar óska Tryggva til hamingju með titilinn!

Á milli jóla og nýárs verður haldin árshátíð Arnars í Fellsborg en hún verður í kjölfar aðalfundar starfsmannafélagsins sem haldinn verður á sama stað kl:16 þann 27 des.

Heimasíða Arnars HU-1 fer nú í jólafrí og óskar áhöfn Arnars, ættingjum, vinum, lesendum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs!

Bestu jólakveðjur, Jón Örn og félagar á 123.is/arnarhu1

20.12.2008 05:31

Hneyksli,úrslit,sprotafyrirtæki ofl. ofl.

Komið nú blessuð og sæl!

Enn og aftur er farið að styttast ennþá meir í seinni endann í þessum blessaða "jólatúr" :) Allar líkur eru á að við verðum inni um kvöldmatarleytið á mánudaginn nk. 22 des kl:c.a. 17-19! Ef ekki þá seinna,en þó aldrei mikið seinna en að morgni 23 des!!!Allavega kemur það í ljós!


Skagaströnd er miðdepill frétta á öldum ljósvakans á þessum síðustu og verstu tímum, því svo virðist vera að Skagaströndin litla sé orðin vagga Íslenskrar fíkniefnaframleiðslu og er því ekki úr vegi að kalla hana Columbiu Norðursins:) Fréttir herma að gerðar hafi verið upptækar rétt rúmlega 150 kanabis plöntur sem verið var að þróa fyrir væntanlegann neytenda markað en þó var söluherferðin ekki komin af stað!Nema þó að um hafi verið að ræða efni í einkanotkun;) Við setjumst ekki í dómarasæti yfir því hverjir hafi staðið að "verkuninni" né þá í hvað efnið hafi verið ætlað! En þó er ljóst að starfsmenn ríkisins eru ekki beint hvetjandi fyrir nýar leiðir í atvinnu þróun eða sprotafyrirtæki á landsbyggðinni!!!


Nú er samkeppninni um skemmtikraft túrsins lokið og eru úrslitin eins og hér segir:

1. Guðbjörg Kristmundsdóttir
2. Rósa Björg Högnadóttir
3. Vinnustaðagrínarinn a.k.a Hafliði!
4. Frímann fór í símann!!
Aðrir voru neðar!
Því er ljóst að verðlaunin falla í skaut Guðbjargar sem á síðustu metrunum náði að merja sigur á Rósu Björg sem greinilega er upptekin við þrif og annað fyrir Hafstein Auðunn sem vill þó koma kveðju til móður sinnar af gömlum sið!
Til hamingju Guðbjörg, verðlaunin verða afhend við fyrsta tækifæri!!! Eða fyrnast eins og inneignirnar í bankakerfinu:)


Ráðgjafi síðunnar í heimasíðu dagsins er á leið í jólafrí og er næsta síða sú síðasta í þessari veiðiferð! Ráðgjafinn segir að tilnefningum frá lesendum hafi fækkað lítillega núna rétt fyrir jól en þó sé ástæða til að þakka frábærar móttökur við þessari nýbreytni!
Ráðgjafinn mun þó taka við jólakveðjum til áhafnameðlima á netfangið sjohundur@hotmail.com
Heimsíða dagsins er þessi hérna sem er sölu og kynningarsíða Hollt og gott sem er rekin af Karítas Pálsdóttir á Bergi, eða Kaja á Bergi eins og við köllum hana.Endilega kíkið á síðuna, þar er margt að sjá og skoða!


Fréttaritara hefur borist heldur betur merkilegt erindi sem fjallar um "Helvítis skíthælana" sem stjórna landinu okkar og eru allar líkur á að það verði birt í lokafærslunni og þeirri síðustu fyrir jól!

Að svo stöddu ekkert meir!!

18.12.2008 05:09

Allt að verða vitlaust!

Og hefst þá lesturinn.......


Jæja lesendur kærir!
Nú þegar þetta er skrifað eru einungis rétt rúmir 4 sólarhringar eftir af þessum túr! Það hefur ekki væst um okkur strákana hér og höfum við verið í góðu atlæti stelpnanna í eldhúsinu, Imbu og Herborgu:)


Hvað varðar fréttir á öldum ljósvakans er allt við það sama, allir viðriðnir spillingar hvort sem um ræðir alþingismenn/konur, ráðherra, forsetann eða nánast alla sem við almúginn í landinu hefur veitt kjör til að stjórna og stýra landinu okkar!!!
Það eru að koma jól og satt best að segja nenni ég ekki að skrifa meira um þetta HELVÍTIS HYSKI sem er búið að misnota aðstöðu sína vinum sínum og sjálfum sér til framdráttar á okkar kostnað!


Samkeppnin um skemmtikraft mánaðarins er í algleymingi en ekkert gamanmál kom í komment dálk síðustu færslu sem er met:)Aðstandendur síðunnar líta þannig á að skemmtikraftar skipsins séu uppteknir af komandi jólum og séu því ekki aflögu færir með tíma og eða gamanmál í öllu jólastressinu;)
Staðan er hins vegar hnífjöfn í samkeppninni og eru tvær stelpur jafnar í 1-2 sæti með nákvæmlega jafn mörg stig! Í 3-4 sæti eru svo Frímann og Vinnustaðagrínarinn en dómnefnd skorar á Frímann að gefa upp ætterni sitt og þá hvaðan hann er, en þær upplýsingar gætu skilað honum þeim stigum sem kæmu honum í 3.sæti!


Starfsmaður mánaðarins verður útnefndur á næstu dögum og er mikil spenna og erfitt val fyrir dómnefnd að skera úr um hver hlýtur hnossið:)Eins og staðan er í dag koma enn 3 til greina.


Heimasíða dagsins er að þessu sinni eiginlega tvær! Því þannig er nú mál með vexti að sá sem heldur úti þessari síðu heldur einnig úti myndasíðu sem gaman er að skoða!
Heimasíðan er því þessi hér sem er haldið úti af gömlum Skagstrendingi sem lengi hefur starfað við sjómennsku og þá lengst af á Örvari HU-21 sáluga,sá maður ber nafnið Axel Hallgrímsson fyrrverandi kokkur/háseti og núverandi verktaki/smiður.Aukasíða mánaðarins er svo myndasíða sem hann heldur úti og er hana að finna hérna.
Viðbrögðin við tilnefningu á heimasíðu dagsins hafa verið frábær og ber að þakka það og erum við stoltir af að tilkynna að þáttaka í tilnefningunum á netfangi ráðgjafans sjohundur@hotmail.com hafa þrefaldast frá fyrsta kjöri!


Nú segjum við það gott í bili, yfir og út!

15.12.2008 13:17

Þetta styttist allt saman!

Sælir lesendur góðir til sjávar og sveita!!


Það sem stendur uppúr í dag er vafalaust Jón Gerald Sullenberger!
Það var viðtal við hann á Bylgjunni í morgun þar sem hann kom í þáttinn "í bítið" og fannst okkur hann ekkert vera að skafa neitt af því þegar hann talaði um stórglæpamennina Jón Ásgeir og fjölskyldu(Bónusfamily) Tryggva Jónsson ofl.
Hann nefndi einnig á nafn Ingibjörgu Sólrúnu, Steingrím Joð og ef rétt reynist sem Jón nafni minn segir er samfélag Pólitíkusa og viðskiptamanna miklu rotnara heldur en manni hefði nokkurn tímann geta grunað!!!
Það eru allir samsekir í væntanlegu þjóðargjaldþroti Íslands! Alþingismenn,Ráðherrar, Lögmenn, Dómarar bæði í Héraðs og Hæstarétt og svo þessir SAMVISKULAUSU viðskiptaglæpamenn!!
En það er svo sem allt í góðu lagi þó þetta fólk komi svona fram, þetta endar allt á því að við almúginn borgum brúsann og þeir/þau labba burt með milljarða á milljarða ofan:)


Eitthvað er farið að draga af keppendum í leiknum okkar og samkeppninni um skemmtikraft túrsins! En rétt er að benda á að nú er stutt eftir af keppninni og því gott að eiga góðan endasprett! Keppninni líkur formlega að kveldi 19.des og verða úrslit kunngjörð þann 20!!

Kjör á starfsmanni mánaðarins er en í fullum gangi og bendi ég lesendum á að það hafa allir atkvæðisrétt þó svo að dómnefnd hafi svokallað Rússneskt úrslitavald:)


Heimasíða dagsins er að þessu sinni þessi hér sem er kynningarsíða fyrir starfsemi
MX
-Klúbbs Skagastrandar sem er Mótorkross félag! Á síðunni eru ýmsar greinar tengdar vélhjólasportinu og mikið af skemmtilegum myndum!
Ráðgjafi heimasíðu dagsins vill koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sem sent hafa tillögur að heimsíðum næstu daga! Netfang ráðgjafans er sem fyrr sjohundur@hotmail.com og verið ekki feimin við að senda tillögur inn!


Yfir bloggari skipsins sér sig knúinn til þess að skora á lesendur þá er kommenta á síðuna að skrifa undir eigin nafni, þannig verður þetta allt persónulegra og skemmtilegra!

Kveð að sinni, Kissi kiss!!

13.12.2008 14:18

Niðurskurður á niðurskurð ofan!!

Jæja lesendur góðir!

Nú fer að draga til tíðinda hér hjá okkur strákunum á Arnari já og stelpunum líka náttúrulega!

Túrinn er aldeilis að styttast og eru bara um 9 sólarhringar eftir sem er lítið á okkar mælikvarða:)

Fréttatímar einkennast núna af fréttum af niðurskurði Ríkisstjórnarinnar á heilbrigðis-þjónustu landans sem og löggæslu,vegagerð,starfsemi Landhelgisgæslunnar ofl. ofl.
Nú spyrjum við, er þetta tímabært?? Ókei, við getum horfst í augu við það að það er vissulega kreppa á Fróni og eftir því sem við komumst næst er aldrei meiri þörf fyrir bæði heilbrigðis-þjónustu
og löggæslu en einmitt þegar kreppir að hjá fólkinu í landinu! Þegar fólk sér fram á að endar nái ekki saman er einmitt hætta á að heilsan bresti eða að fólk í örvæntingu sinni láti vaða á eitthvað sem löggjafavald landsins væri annars ekki sátt með!!!
Er ekki bara málið að reka ríkissjóð með halla í 2 ár svona til að reyna að minnka áhrif kreppunnar og eða gera skellinn vægari????


Mikill kippur hefur verið í samkeppninni um skemmtikraft túrsins og er nokkuð ljóst að sætaskipan efstu manna hefur breyst svo um muni og er allt opið ennþá!
Bjórkippan er komin í kæli og bíður eftir væntanlegum sigurvegara!


Aðstandendur síðunnar hafa ráðið til starfa nýjann starfsmann sem hér eftir mun sjá um tilnefningu á heimasíðu dagsins!
Starfsmaðurinn sem hér eftir verður nefndur sérlegur ráðgjafi við tilnenfingu á heimasíðum er bátsmaðurinn og ofurhuginn Jónas Fanndal Þorvaldsson og er hann hér með boðinn velkominn til starfa.
Jónasi er umhugað um lýðræðisleg vinnubrögð og voru skilyrði af hans hálfu þau að lesendur síðunnar eigi kost á að koma með tillögur að heimasíðu á netfang ráðgjafans sem er sjohundur@hotmail.com og eru lesendur hvattir til að nýta sér þessa nýjung.
Ráðgjafinn hefur tilnefnt þessi hér sem er heimasíða rafmagnsverkstæðisins Neistans sem er með starfsemi sína á Skagaströnd og nágrenni!
Að venju eru lesendur hvattir til að skoða síðuna og jafnframt að taka þátt í vali ráðgjafans á tilnefndum heimasíðum!!Annars er þetta bara orðið ágætt í bili,

Kissi kiss!

11.12.2008 04:38

Helvítið hann Stekkjastaur!

Já sælt veri fólkið!

Einhver helvítis bloggleti hefur einkennt okkur hérna núna en verður henni kippt í liðinn hér með!

Það er alltaf eitthvað að gerast hérna hjá okkur strákunum og stelpunum um borð á Arnari þó vissulega eigi sumt af því ekki heima á prenti!

Nú eru víst einungis 13 dagar eftir til jóla og er túrinn farinn að styttast í seinni endann svona eins og gengur og gerist, en víst er hægt að segja það að tíminn hefur flogið áfram eins og jafnan gerist þegar menn hafa gaman af því sem þeir eru að gera!

Helv...krónan hefur verið að styrkjast undanfarna daga og höfum við borið tjón af, þó hún hafi veikst lítillega í gær! Vonandi á hún eftir að veikjast eitthvað meira fram að jólum því annars verða þau ekki eins gleðileg hjá okkur sjómönnunum;)
Nú fara jólasveinarnir að fara að láta sjá sig á næstu dögum og ef að líkum lætur eiga þeir örugglega eftir að gleyma okkur "Hetjum hafsins" þó vissulega við séum að leggja okkur alla fram við að vera stilltir:) En allavega, ef þú ert að lesa þetta Stekkjastaur! Þá erum við með skóinn útí kýrauga:)

Kjörið á skemmtikrafti mánaðarins er á fullu og eru verðlaunin ekki af lakari endanum! Í verðlaun fyrir útnefningu "Skemmtikrafts mánaðarins" er 1 kippa af hinum margrómaða Arnars-bjór! Margir hafa tekið þátt í þessum skemmtilega leik okkar og er það vel! Nú fer að hefjast lokaspretturinn í keppninni og getur allt gerst ennþá!

Staðan í kjörinu er eins og staðan er í dag svona:

1.Rósa Björg Högnadóttir!
2-3.Guðbjörg Kristmundsdóttir og Vinnustaðagrínarinn.
4-5.Anna María og Kristján Pétur.
6.Frímann! En svo þurfti hann að fara í símann!!!!!!!

Þó bendum við á að en getur allt gerst og úrslitin því fjarri því að vera ráðin!

Heimasíða dagsins að þessu sinni er þessi hér! Síðan er til kynningar á vörum og þjónustu netaverkstæðisins Toppnet sem er með starfsemi sína í hafnarhúsinu á Skagaströnd! Toppnet framleiðir meðal annars neta-stykki fyrir milljarðaskipið Arnar ofl. ofl.
Endileg kíkið inná síðuna en þar er að finna skemmtilegar myndir ofl.


Kjörið á starfsmanni mánaðarins er í fullu fjöri og hefur dómnefnd síðunnar móttekið margar tilnefningar á netfangi! Lesendum síðunnar er þó bent á að taka þátt í kjörinu á komment dálkunum!
Eins og staðan er í dag er einn maður sem ber höfuð og herðar yfir aðra en það er Tryggvi Hlynsson matsmaður. Þó er líkt og í kjöri skemmtikraftarins mjótt á munum og mikið eftir enn:)

Færslan verður ekki lengri í bil, kissi kiss:)

e.s. Stekkjastaur! Ef þú gleymir okkur, þá finnum við þig og göngum frá..........og mömm........ 

06.12.2008 08:54

Eintóm gleði og hamingja!

Jæja lesendur góðir aðallega fjær! 

Eins og glöggir lesendur hafa séð er mikil drift í samkeppninni um "Gleðigjafa túrsins" en það er titillinn sem sigurvegari keppninnar fær auk þess sem í boði eru óvænt verðlaun sem kunngjörð verða um næstu helgi!
Samkeppninni hefur að vísu verið breytt lítillega eftir framgöngu dyggu lesendanna okkar og felur breytingin í sér að bæði er hægt að senda inn brandar,vísur og svo önnur gamanmál!
Ekki er úr vegi að þakka lesendum viðbrögðin sem vægast sagt hafa verið frábær og fyllir okkur þjáningabræðurna gleði og hamingju yfir að vera ekki einir í stríðinu!


123.is/arnarhu1 er stolt af því að kynna nýja þjónustu hér á síðunni en nú hefur verið ákveðið í samstarfi við bæjarfélagið Voga á Reykjanesi að bjóða uppá námsráðgjöf,starfsráðgjöf, fjármálaráðgjöf og síðast en ekki síst hjónabandsráðgjöf! 
Ráðgjafinn okkar er engin önnur en Guðbjörg Kristmundsdóttir náms og starfsráðgjafi í Vogunum! Fyrir þá sem ekki eru kunngir er Guðbjörg að upplagi Skagstrendingur og er auk þess ættuð frá Ströndum og Blönduósi! Guðbjörg er boðin velkomin til starfa og vonumst við aðstandendur síðunnar eftir því að menn verði ekki feimnir við að nýta sér þjónustu Guðbjargar! 
Hægt er að ná sambandi við Guðbjörgu á netfangið gudbjorgkr@vogar.is


Umræðan um borð er þessa dagana sem og alla aðra nátengd öllu því er kemur í fréttum á öldum ljósvakans!
Margt er það sem við skiljum ekki og erum við mikið að spá í hvað sé í gangi með Davíð Oddsson?
Upp hafa komið þrjár tillögur en ein er sú að Davíð einfaldlega viti um eitthvað svakalegt sem á eftir að koma í ljós! Annað er að hann sé að mana ríkisstjórnina til að reka sig svo hann hafi ástæðu til að byrja aftur í pólitík en honum er farið að leiðast þófið í seðlabankanum! Og svo sú þriðja er að hann sé einfaldlega orðinn elliær og viti hreinlega ekkert hvað hann er að segja!


Heimasíða dagsins er þessi hér en þetta er upplýsinga og fréttasíða bæjarfélagsins Vogar sem er heimabær nýráðins ráðgjafa okkar!

Endilega haldið áfram að senda inn gamanmál! Við gleðjumst yfir hverjum staf sem kommentaður er á okkur:)

Ekki meir í bili, bestu kveðjur!!

03.12.2008 14:52

Jólin eru að koma!!!

Já komið nú sæl og blessuð!!


Ýmislegt hefur á daga okkar drifið síðan síðast!
Helst ber að nefna að kveikt hefur verið á jólaseríunum í klefa 312 hjá Birni Sigurðssyni en mikil hátíðahöld voru haldin í tilefni atburðarins! Jónas Þorvaldsson eggjabóndi og bátsmaður hélt ræðu, Elvar Freyr Aðalsteinsson fór með gamanmál eins og honum er einum lagið og svo var há punktinum náð þegar Björn sjálfur plöggaði seríunni í samband kl:18,45 að staðartíma!

Stofnað hefur verið áfalla-teymi hér um borð sem gefur mönnum góð ráð fyrir jólin bæði í tilfinningamálum og svo einnig í fjármálum heimilanna!Áhafnarmeðlimir geta því leitað til teymisins ef í harðbakkann slær og eða ef eitthvað liggur á mönnum sem gott gæti verið að ræða um við náungann!

Mikill söknuður er af vinnustaðagrínaranum Hafliða sem er í fríi þennan túrinn! Gott væri ef vinnustaðagrínarinn kæmi með baneitruð komment svona rétt til að hressa okkur strákana við á þessum síðustu og vestu!

Mikil umræða hefur verið um kreppuna og ýmis sóknarfæri í henni, rætt hefur verið um sprotafyrirtæki ofl. ofl. Ljóst er að okkar mati að tækifærin liggja víða og um að gera fyrir góða menn að virkja hugmyndirnar og láta til sín taka í heimi viðskipta og atvinnulífs á næstu árum!

Heimasíða dagsins er þessi hér sem er heimasíða saumastofunnar Írisar en  stelpurnar á stofunni sauma fyrir okkur vinnslusloppana sem eru þeir þægilegustu og bestu í flotanum! Ýmislegt annað er framleitt á saumastofunni Írisi auk þess sem saumað er eftir pöntunum einstaklinga og öllum sérþörfum fylgt í hvíetna!Endilega kíkið á heimasíðuna hjá stelpunum á Írisi!

Rósa Björg Högnadóttir gaf tóninn með skemmtilegri tækifæris vísu við síðustu færslu og eru henni færðar bestu þakkir fyrir og er ekki úr vegi að skora á fleiri að koma með brandara og eða vísur inná komment dálkinn okkar skemmtilega:)
Yfir-bloggara skipsins hefur borist kveðja til Rósu Bjargar sem kom einmitt svo sterk inn í síðustu færslu en hann Hafsteinn okkar vill endilega senda móður sinni saknaðarkveðjur!

Annars er þetta ágætt í bili.

Kissi kiss:)
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236931
Samtals gestir: 77714
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 01:56:18

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar