Færslur: 2008 Nóvember

30.11.2008 01:04

Kjörið er byrjað!

Sælir lesendur góðir!        

Það tilkynnist hér með að kjörið/útnefningin á starfsmanni mánaðarins er hafin og hefur dómnefnd nú þegar tekið til starfa!
Gestadómari að þessu sinni er Ernst K Berndsen yfirvélstjóri skipsins og er hann boðinn velkominn til starfa og jafnframt óskað til hamingju með titilinn.

Kjörið fer þannig fram að lesendum síðunnar er gefið færi á að útnefna einn aðila og þá afhverju sá hinn sami er útnefndur! 
Dómnefnd hefur úrslitavald og mun nú á næstu dögum fara leynt um ganga skipsins og meta frammistöðu áhafnar með tilliti til útnefningarinnar!
Heiðarleg vinnubrögð og fagmannleg verða höfð að leiðarljósi hjá dómnefnd þannig að sá er verður útnefndur þennann túrinn eigi það sannarlega skilið!

Heimasíða dagsins er þessi hér en á henni gefur að líta fréttir af líðandi stundu og skemmtilegar tækifærismyndir í bland!

Brandarahornið "kreppan" er nýjung sem við tökum hér upp og er skorað á ykkur kæru lesendur að koma með glettna og hnitmiðaða brandara inná komment dálkinn! Valið verður úr bestu bröndurunum og sá hinn sami útnefndur brandari vikunnar!!

Annars er þetta nú komið í bil, bestu kveðjur Arnarsmenn! 

28.11.2008 17:08

Jólatúrinn!

Komið nú sæl og blessuð!

Það var kl:8 í morgun sem við á Arnari lögðum upp í síðustu veiðiferð ársins 2008 og mun hún standa fram að Þorláksmessu svona á að giska!

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir var mikið um að vera á heimasíðu skipsins í síðasta túr og mikið um heimsóknir og komment! Við munum reyna að fylgja þessu eftir en þó eins og gengur og gerist eru breyttar áherslur með nýjum fréttariturum;)

Mottuleikurinn frægi verður ekki tekinn upp í þessum túr en hins vegar verður farið í kjör á hinum sívinsæla titli "Starfsmanni mánaðarins" og er öllum frjálst að taka þátt í því kjöri! Dómnefnd verður skipuð úrvalsmönnum og er formaður dómnefndar Valdimar B Viggósson og hans aðstoðarmaður er sá er hér skrifar! Nýbreytni verður viðhöfð og mun dómnefnd velja sér gestadómara á næstu dögum og verður það tilkynnt um leið og sú ákvörðun lítur dagsins ljós!

Við munum leitast eftir að hafa allt uppá borðinu og því verður það tilkynnt hér á síðunni ef einhver vafasöm athæfi eiga sér stað hér um borð, og verður engum hlíft!

Við munum fjalla um málefni líðandi stundar og birta hér okkar skilning og túlkun á fréttum og amstri fólksins í landinu!

Heimasíða dagsins verður útnefnd en þó ekki alveg á hverjum degi!

ofl. ofl. ofl.

Við munum finna okkur og ykkur eitthvað til dægrastyttinga en að svo stöddu er lítið um fréttir og önnur málefni!

Yfir og út í bili!

23.11.2008 01:19

Leikslok

Þá er þessum Mottu leik okkar lokið og einnig fer þessi túr að klárast,við verðum í landi annað kvöld eða sunnudaginn 23/11

      Haffi Haff                                       Maggi Fil                         Hanz Gruber

sigurvegarar leiksinns að mati dómnefndarinnar eru Jón Örn og Vindhælis systurnar Ragna og Anna María og óskum við þeim til hamingju með það
 
vorum að setja inn örfáar myndir í albúm svo viljum við benda á síðuna hjá honum Jóni Arnars,þar er að finna gamlar myndir sem teknar voru á gamla Arnari og Örvari
 www.123.is/jonarn

svo verður þetta ekki meira í þessum tú en sendum boltann yfir á fréttaritara skipsinns Jón Örn sem tekur við í næsta túr .......

20.11.2008 15:26

Seinni hálfleykur

Hér koma síðustu motturnar og ákvöðum við að hafa þetta í erfiðari kantinum svona í lokin
en sá eða sú sem kemur með öll rétt nöfn hreppir verðlaunin.
þetta eru 3 piltar sem hafa safnað allann túrinn og eru mjög stoltir af uppskeru tímabilsinns sérstaklega þessi í miðjunni eða NR1....                                                               NR.1

     
      NR.2                                        NR.3

20.11.2008 05:15

Milli mottu blogg

Jæja þá er best að koma með smá frétta pakka svona´á milli motta.
það er nú ekki mikið að frétta en þó hægt að nefna að Magnús Filip Sjúbbason skar næstum af sér þumalinn er hann var að skera úr,og lá á bekknum í einhverja sólarhringa saumaður og vafinn.emoticon 
Svo í þessum skrifuðu orðum segir Maggi Lín að hann sé búinn að klára ananas djúsinn ,,,,,,svelgur

Veiði hefur gengið þokkalega en þurfum við nú að sveigja framhjá þorski og ýsu
Heyrst hefur að við verðum í landi sunnudaginn 23/11 nkemoticon  og kominn fyðringur í mannskapinn.
 Að lokum viljum við þakka áhangendum síðunnar fyrir góða þáttöku í mottu leiknum okkar en seinni hálfleikur verður ekki svona auðveldur einsog sá fyrri og mun væntanlega skerast úr um hver hreppir vinninginn,það lýtur allt út fyrir að Vindhælis systurnar taki þetta.
Grunur er á því að það sé innanborðs leki og er bátsmaðurinn sterklega grunaður.

þar til næst góðar stundir...


16.11.2008 22:42

Þriðja kvikindið

Þessi motta hefur ekki vafist fyrir fólki,ekki nú aldeilis en það er hann Addi Viggóss sem  á þennan glæsilega brúsk.Það var hún Ragna hans Jonna sem kom fyrst með rétt svar.

:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::

Nú er komið að þriðju og síðustu mottunni í bili þar sem hinar vilja fá að dafna aðeins betur .
En þessi er nú búin að fá að vaxa um nokkurt skeið og varð því fyrir valinu.
Svo er vert að minnast á að sigurvegari þessa leiks okkar fær í verðlaun dýrindis hádegis máltíð fyrir 2 eða fleyri í félagsheimilinu þann 23/12 n,k.
en hér kemur mottan


......HVER Á MOTTUNA.......


14.11.2008 00:52

Næsta mottaJæja það var hún Anna María sem kom með rétt svar við þessari mottu enda ekki furða þar sem hún er jú mágkona eiganda mottunar sem er bátsmaðurinn Jónas.
::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::.

Og þá er komið að næstu mottu og er hún ekki af lakari gerðinni.


Þessi motta hefur verið í ræktun af og til í túrnum en hefur nú ná góðri þykkt og er því allveg tilvalin         ...HVER Á MOTTUNA...
12.11.2008 23:56

Mottu faraldur

Í kjölfar frétta af lánveitíngum frá rússum,færeyingum og pólverjum hefur sprottið upp þessi líka rosalegi mottu faraldur og af því tilefni höfum við strákarnir ákveðið að efna til smá getraunar
á síðunni... emoticon
.........HVER Á MOTTUNA......

Gestir síðunnar eru beðnir að koma með ágiskanir inn á kommentin.En hér kemur fyrsta myndin af nokkrum í þessum bráðskemtilega leik okkar .Þessi leikur er aðalega ætlaður þeim sem eru í landi............svo er aldrei að vita nema það verði svo vegleg verðlaun í lok getraunarinnar

næsta mynd kemur svo þegar eigandi þessarar líka fínu mottu hefur verið nafngreindur..

:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
   nú  er búið að  nafngreina eiganda þessarar fínu mottu og það er eins og kom fram í kommentum frá hinum ýmsu aðilum hann Siggi Skeggur sem á hana
frekari upl.um hann Sigga er að finna á mannlegu hliðinni


 

 
08.11.2008 02:57

Nýjasta nýtt

Jæja gott fólk þá er kominn tími á smá blogg.

Þegar þetta er skrifað erum við á stími hérna eitthvað austur fyrir barðið í bræluskít.

Ekki er hægt að segja að mikið merkilegt hafi gerst hérna hjá okkur síðan síðast en mest allur tíminn fer í að fylgjast með endalausum fréttum af efnahagsástandinu heimafyrir. Þó kom dálítið skemmtilegt fram í fréttum um daginn að þeir stjórnendur í gamla Kaupþing banka sem höfðu fengið skuldir sínar felldar niður, þurfi eftir allt saman að greiða skatt af þeim skuldum. Ætli lögfræðingurinn sem sagði þeim að það væri allt í lagi að afskrifa skuldirnar hafi ekki verið með skattaréttinn alveg á hreinu....úps! :)

Það er skemmtilegt að segja frá því að Hafsteinn fékk símtal um daginn frá óþekktum aðila og ætlaði hann að flytja það inní litlu setustofuna til þess að fá betra næði. En það tókst nú ekki betur til hjá honum en það, að hann flutti símtalið inn í klefann hans Hafliða sem var sofandi á frívakt. Ræddi Hafliði vel og lengi við aðilann, sem virtist vera búin(n) að fá sér eitthvað smá í aðra tánna og kom svo fram og spurði Hafstein hvort að hann væri einhver símadama fyrir hann. Hafsteinn greip það á lofti og réð Hafliða á staðnum sem ritara sinn og símadömu og verða því öllum símtölum til Hafsteins hér eftir flutt inn í klefa til Hafliða og mun hann taka niður skilaboð og koma þeim áleiðis.

Sprottið hefur upp umræða um þessar blessuðu hraðahindranir sem komið hefur verið fyrir við sjoppuna og fyrir víkina. Eitthvað fer það í taugarnar á sumum að fólk sé að sveigja fram hjá hindruninni við sjoppuna með því að keyra inná planið og hafa þeir lagt til að önnur hraðahindrun verði sett þar til þess að koma í veg fyrir að fólk sleppi við það að keyra fyrir hana. En þá getur fólk beygt niður Hólanesveg og þannig sloppið við þær báðar, því vilja aðilarnir einnig koma fyrir hraðahindrun fyrir framan Kántrýbæ svo að það sé nú alveg öruggt að fólk sleppi ekki við að keyra yfir hraðahindrun á leið sinni fram hjá sjoppunni. Einnig vill Bjössi Sig koma því á framfæri að til þess að finna sem minnst fyrir hraðahindruninni sé best að keyra yfir hana á sem mestri ferð, þá skemmist bíllinn líka ekki neitt. 

Bimbó er enn í fréttum og er það nýjasta að hann lét einn vaða beint á smettið á Jonna Þorvaldar og var Jonni greyið allsaklaus í þeim málum......kannski ekki alveg. Það er þó greinilegt að Jonni hafi ekki lesið síðasta blogg þar sem kom skýrt fram að: YOU DON'T MESS WITH BIMBÓ!  

Þegar þessi skrif kláruðust var verið að enda við að kasta og verður vonandi góður slatti í næst.

Takk fyrir okkur.

01.11.2008 13:39

Blogblog

Sælt veri fólkið

 

Það fannst mörgum tími til kominn á að fá smá blogg þar sem heimsóknum á síðuna hafði fjölgað mikið síðustu daga. Hins vegar vantaði ritara þar sem hinn stórlofaði bloggari Jón Örn er í fríi, var því hann Hafsteinn fenginn til þess að blogga en hann var fljótt rekinn og færður neðst á listann.

 

Segja má að þessi túr hafi ekki byrjað á besta veg en brottför var frestað vegna veðurs, sem er svo sem gott og blessað, en þegar út var komið mætti okkur skítabræla og ólgusjór svo mikill að hálf stýrimannsvaktin lá á grúfu inn í netalest og ónefndur netamaður ældi einhverju gulu sem hann kannaðist ekki við að hafa borðað. Það tók Magnús Líndal (Mambó) aðeins 1 klukkutíma og 17 mínútur af fyrstu vaktinni að slasa sig með því að klemmast á milli lengjunnar á nýja trollinu og varð hann óstarfhæfur eftir á. Suma hefur þó grunað að ekki hafi allt verið með felldu og að Bimbó hafi átt einhvern þátt í þessum atburði, þar sem Magnús hafi gert atlögu að "Yfirmatsmanns stöðunni" og því hafi Bimbó gripið til sinna ráða. (YOU DON' T MESS WITH BIMBÓ).

 

Pestin sem Guðni Már kom með sér um borð í síðasta túr hefur gert vart við sig aftur og er Hafsteinn nýjasta fórnarlambið. Litlu munaði að hann yrði bráðkvaddur er hann hóstaði upp úr sér öðru lunganu og ákvað hann í kjölfarið að hætta að reykja með því að notast við gervi-sígarettur sem ganga fyrir hleðslubatteríum. Honum fannst þó að hann væri ekki að taka sig nógu vel út með gervi-sígaretturnar og byrjaði því aftur að notast við alvöru sígarettur og hóstar nú aðeins reykingahósta.

 

Stefnt var að því að kjósa starfsmann mánaðarins fyrir þennan túr og verður spennandi að sjá hver fetar í fótspor hennar Ingibjargar sem hlaut þann heiður fyrir síðasta mánuð. Hins vegar er Gunni kokkur á þeirri skoðun að enginn okkar eigi það skilið, þar sem við erum allir "bölvaðir aumingjar". Það verður því spennandi að fylgjast með því hverjir verða tilnefndir.

 

Þar til næst....

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236963
Samtals gestir: 77716
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 02:52:05

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar