Færslur: 2008 Október

23.10.2008 12:14

Brottför

Jæja lesendur góðir!

Þá er inniveran að verða búin og brottför milljarðaskipsins á næsta leyti. Brottför Arnars verður frá Skagaströnd kl:07 að morgni föstudagsins 24 október.

Góða veiði og góða ferð!

Fréttaritarinn!

19.10.2008 09:26

The end!

Jæja kæru lesendur!!

Öll él lægja um síðir og einnig taka flestir túrar enda!
Nú er komið að leiðarlokum að svo stöddu og verðum við félagarnir á Arnari HU-1 í landi á Skagaströnd uppúr hádegi á morgun(sunnudag).
Nú er verið að gera allt klárt fyrir heimkomu strákanna, þrifin á fúll farten og allir komnir í hátíðarskap! Menn farnir að gíra sig niður og reyna að komast á "eðlilegt level" áður en komið er í land!

Túrinn hefur gengið vel í alla staði og aflast alveg þokkalega, aflaverðmætið er ásættanlegt og allt í lukkunar velstandi!

Verið er að ganga frá lausum endum við móttöku á  fuglinum okkar og verður hann vonandi til sýnis fyrir alþjóð í húsdýragarðinum.

Lesendum síðunnar eru færðar þakkir fyrir heimsóknir og komment þennan mánuðinn og skipsfélögum þakkaður góður og skemmtilegur túr!
Við tökum upp þráðinn aftur í jólatúrnum en líklega verður einhver af hinu rólinu sem sér um skriftir næsta túrinn.

Við erum allavega farnir í frí!!!

Með bestu kveðjum rólið hjá Árna Sig!

14.10.2008 16:54

20 urðu þau heillin!!

Þá var 20 kommetna múrinn rofinn eftir æsispennandi og ítrekuð komment frá Ragnheiði Ástu frænku minni!

Nú er túrinn farinn að styttast í seinni endann og verðum við inni á sunnudaginn næsta eða 19 okt.

Rannsóknarnefnd HU-1 hefur skilað af sér máli því er fjallað hefur verið um hér á síðunni og verður hinn seki leiddur fyrir dómstól götunnar sem er í þessu tilfelli þið lesendur góðir en refsing fyrir hið vítaverða athæfi verður ákveðið á samráði við ykkur í gegnum komment færslunnar!

Málið sem hófst á einni mynd í byrjun túrs hefur leitt rannsóknarnefndina fram og til baka um skipið og haft í för með sér mikil óþægindi fyrir marga áhafnarmeðlimi svo og svekkelsi fyrir aðra!
Rannsóknarnefndina skipuðu Addi(Arnar Ólafur Viggósson) Nonni(Jón Örn Stefánsson) Imba(Ingibjörg Skúladóttir) og meðstjórnandi á rannsóknarstigi var Siggi vél(Sigurður Svavarsson).
Rannsóknarnefndinni er þakkað góð störf og mikla ósérhlífni í gegnum rannsóknarferlið!


Niðurstöður málsins:
Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að hinn seki sem gengið hefur undir nafninu
"vinnustaðagrínarinn" er Hafliði Þorsteinn Brynjólfsson 41 árs giftur 5 barna faðir. Rannsóknarnefndin sendir málið frá sér eftir að hafa fengið játningu frá hinum seka og fer málið nú fyrir kviðdóm(kommentdálkinn).Nánari upplýsingar um hinn seka er hægt að nálgast í mannlegu hliðinni á heimasíðu skipsins.
Leynigestur hefur gert vart við sig hér um borð en það er sjaldgæfur ránfugl sem ber nafnið Gjóði en heimkynni hans eru í N-Ameríku. Gjóði lifir að mestu á fiski og væsir því ekki um hann hér hjá okkur!Myndir hafa verið settar inn í albúm.

Ekki verður fjallað um pólitík eða fjármál í þessari færslu!

Pistillinn verður ekki lengri í bili, bestu kveðjur frá Arnari HU-1

12.10.2008 08:54

Starfsmaður mánaðarins!
Jæja lesendur góðir nær og fjær!

Nú er komið að útnefningu starfsmanns mánaðarins þennan túrinn! Eftir geysiharða baráttu hefur kjörstjórn komist að þeirri niðurstöðu að útnefna hina sívinsælu Ingibjörgu Skúladóttir matsvein sem starfsmann mánaðarins!
Ingibjörg er vel að titlinum komin og óskum við henni hjartanlega til hamingju með þessa eftirsóttu nafnbót, myndir haf verið settar inn af Ingibjörgu þegar henni var veittur farandgripur og verðlaunaskjal sem vottaði þennann mikla heiður!Þetta mun vera í fyrsta skipti í sögu skipsins sem starfsmaður mánaðarins er valinn.

Ingibjörg er ekki vön að láta dagana líða hjá án þess að taka til hendinni í eldhúsinu og byrjaði dagurinn á miklu pylsupartíi, þar á eftir hélt hún útskriftarveislu og var boðið uppá dýrindis brauðtertu og Franska súkkulaðitertu og er ekki annað hægt en að þakka Ingibjörgu vel fyrir þessa líka fínu veislu:)

Vinur í raun!!
Það er á erfiðum tímum sem við sjáum hverjir eru vinir manns í raun og eins og sést hefur og heyrt í fréttamiðlum eru frændur frændum verstir, en nú þegar efnahagslíf okkar Íslendinga er í molum eru það nágrannaríki og FYRRVERANDI vinir/frændur okkar sem ráðast til atlögu á Ísland og hafa svert mannorð okkar svo um muni, en eins og flestir vita ræði ég hér um helvítis bretana og þær norðurlandaþjóðir sem eitt sinn töldust til vina okkar en eins og oft er sagt þá veljum við okkur ekki skyldfólk!!!
Hins vegar virðist sem við eigum góða vini í fjarlægum og nálægum löndum! Færeyjingar eru sannkallaðir vinir og hafa þeir sent okkur stuðningsyfirlýsingu sem er meir en við höfum fengið frá mörgum frænda okkar! Rússar koma sterkir inn og ekki skil ég hvað við höfum alltaf verið að sleikja rassgatið á helv... ameríkananum í öll þessi ár en hann snéri við okkur baki fyrstur þjóða! Og ekki skulum við gleyma Asíulöndunum, þar eigum við líka vini eins os Japani! Þetta gleður okkur mikið og eftir að Rússar og Japsarnir komu á okkar band er ekki úr vegi að skora á bretana að koma í stríð við Ísland, Rússarnir og Japsarnir væru ekki lengi að jarða þá!

Auglýst er eftir manni sem er tilbúinn að fara til bretlands og misþyrma Gordon Brown svo hann muni eftir því! Berja hann í andlitið með Karfa þannig að þegar hann lítur í spegil hugsar hann
"I SHOULD NOT HAVE FUCKED WITH THE VIKINGS"..

Á mánudaginn verður gert opinbert hver sökudólgurinn í máli málanna er að því gefnu að það verði komin ein 20 komment í dálkinn!!!!Skagstrendingur vann 45 millur í happdrætti og er það gott! Við óskum vinnignshafanum til hamingju og vonum að verðlaunaféið komi í góðar þarfir!


Að svo stöddu, takk fyrir okkur og til hamingju Ingibjörg okkar!!!

10.10.2008 20:50

Tilkynningar og fréttaskot!

Halló halló!!

Nú hefur aldeilis verið tekinn skurkur í viðhaldi síðunnar okkar góðu! Hellingur af nýjum myndum hafa verið settar inn á albúmið 10.veiðiferð!

Auglýst er eftir myndum frá gamalli tíð!! Ef einhverjir eru svo vel stæðir að eiga myndir frá fyrri tímum á Skagstrendings skipunum yrðum við ofboðslega glaðir ef við mættum fá að skanna þær til að koma þeim inná síðuna öðrum til gamans og yndisauka!Góðri meðferð er heitið og verða myndirnar sendar fram og til baka eiganda að kostnaðarlausu! Ef einhver er svo velviljaður er hann beðinn um að hafa samband við Adda sem er umsjónarmaður myndaseríu HU-1 annaðhvort hér á kommentdálkinn eða á meilið aov@sjopostur.is

Úrslit í kjöri starfsmanns mánaðarins verða kunngjörð á morgun og eru því síðustu forvöð til að taka þátt í kjörinu!

Hvað er að gerast í landi?? Íslendingar eru bara orðnir hryðjuverkamenn og útilokaðir frá alþjóða samfélaginu!! Að vísu eru Færeyjingar vinir okkar og styðja okkur í einu og öllu!!
Hver ber sök á þessu öllu? Er það Dabbi? Geiri Hor? 20-30 viðskiptajöfrar sem fóru í útrás og komu öllum bönkunum á hausinn?? Eða hvað??  KOMMENT TAKK:)

Ég vill nota tækifærið og benda á síðuna 123.is/mxs sem er hér til hliðar og er heimasíða mótorkrossfélags Skagastrandar! Henni er að hluta til haldið úti af Birni Sigurðssyni sem er matsmaður hér um borð og stendur sig alltaf jafn vel, indælis  maður hann Bjössi!


Rannsókn er lokið á málinu en af tillitsemi við sökudólginn hefur rannsóknarnefnd ákveðið að fresta útgáfu sakargifta fram á mánudag!!

Nú skora ég á alla að setja inn komment! Það yljar okkur um hjartarætur og fyllir innantómt líf okkar hér um borð af gleði og kærleik!
Við viljum einnig fá komment frá skipsfélögum okkar í landi, Jonni Þ og Kiddi P!!! Hvernig var í Barcelona??? Setjið inn komment takk!!


Með bestu kveðjum að vestan, Arnarsmenn:)

07.10.2008 12:59

Alltaf eitthvað nýtt!

Lesendur nær og fjær, innilega velkomnir að tölvuskjánum!

Kjör á starfsmanni mánaðarins stendur nú sem hæst og verða úrslit úr kjörinu kunngjörð á laugardaginn næsta eftir hádegi! Eins og staðan er núna eru Ingibjörg Skúladóttir matsveinn og sá er hér skrifar í harðri baráttu um titilinn! Eftir að talningu atkvæða er lokið á laugardaginn mun kjörstjórn vega og meta skyldleika og aðrar tengingar milli gefinna atkvæða og hvort möguleiki sé á að véfengja gefin atkvæði, að því loknu mun kjörstjórn útnefna starfsmanninn við formlega athöfn á vefsíðunni! Kjörstjórn skipa Arnar Ólafur Viggósson fjölmiðlafulltrúi HU-1 og Jón Örn Stefánsson rithöfundur og blaðamaður HU-1.

Hvað á að gera við Geira Hor og hina strumpana í ríkisstjórninni?
Fyrir mánaðarmót og allt fram til dagsins í dag var krónan í frjálsu falli! Ókei, lánin hækkuðu og launin okkar líka!
En svo bara allt í einu er möguleiki á að "FESTA" gengið!! Og hvernig kemur það út fyrir okkur sjómenn?? Jú, jú, lánin um síðustu mánaðarmót(þ.e.a.s gegnistengdu) hækkuðu á meðan þeir senda út greiðsluseðlana og svo bara gengið fast og launin lækka!!! Frábært!
Ég skora á menn að muna eftirfarandi fyrir næstu kosningar!!!
Skerðing á þorskkvóta og svo ýsunni og þá ufsanum!!!!!
Gangið í frjálsu falli og ekkert hægt að gera á meðan lánin hækka, en svo allt í einu er hægt að bjarga öllu til að lækka launin hjá okkur!! Snillingar:)

Málið!
Rannsókn hneykslismála hefur tekið óvænta stefnu! Ólíklegustu menn hafa verið bornir þungum sökum bæði af fjölskyldu og skipsfélögum og hefur hreinlega ekki verið friður fyrir ágengum rannsóknarmönnum til að fara í sturtu eða á klósettið!
Margt hefur komið upp í rannsókn málsins sem ekki er hægt að greina frá að svo stöddu en þó er hægt að upplýsa það að einungis einn maður er undir grun rannsóknarnefndar og gengur hann undir listamanns nafninu "VINNUSTAÐAGRÍNARINN".. Rannsókn málsins telst því á lokastigi og eru markmið rannsóknarnefndar að greina frá sökudólg þessa viðamikla máls um eða í síðasta lagi eftir næstu helgi!!

Ljóst er að Rússneskir vinir okkar eru líklegir til að lána okkur nokkrar rúblur til að bjarga gjaldeyrisforða landsmanna og eru þeim þakkir færðar!
Við hér um borð höfum komist í samband við Rússneskan ræðismann sem er og verður okkar tengiliður við Rússnesku mafíuna þannig að líklegt getur talist að við hér á arnarhu1 verðum í framtíðinni fyrstir með fréttir er tengjast milliríkjamálum Íslands og Rússlands.
Tengiliður okkar ber nafnið Marina og eru henni færðar góðar kveðjur og bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Íslenskra sjómanna og fjölskyldna þeirra.

Best regards to our Russian friend Marina!( þetta er útlenska)

Over and out, Jón Örn!

05.10.2008 13:08

Landið og miðin!

Komið nú enn og aftur sælir lesendur góðir!

Aðsóknarmet hafa verið slegin trekk oní hvað og eru aðstandendur síðunnar í skýjunum yfir því auk þess sem auglýsingatekjur af völdum aukinna heimsókna hafa tvöfaldast!

Allt er við það sama hér hjá okkur þessa dagana! Í morgun var híft rifið og svosem ekkert meir um það að seigja!

Ekki er laust við að umræður í öllum helstu fréttamiðlum skili sér í umræðuna í borð og er oftar en ekki rædd peningamálastefna ríkisstjórnarinnar, gengi krónu,dollars,evru,punds ofl.

Hvað er annars málið með Davíð Oddsson? Er helvítis karlinn orðinn elliær?  Ég var alveg furðulostinn þegar ég og við hlustuðum á öldur ljósvakans í gærkveld frekar en fyrrakvöld og hann var spurður einhverra spurninga þegar hann var að fara á einn af þessum fundum sem haldnir hafa verið til að bjarga "þjóðarskútunni" og hann svaraði með hroka "Það er best að segja ekki neitt, menn verða bar sárir ef ég segi eitthvað" !!!!!!! Ókei, ég á einn fimm ára sem einmitt myndi svara með þessum hætti svona ef hann fengi ávítur um rangt eða óþarft málfar!!! En kommon! Maður er ekki seðlabankastjóri og hagar sér eins og krakki, eða hvað???? KOMMENTA Á ÞETTA TAKK:)

Mál málanna!
Upplýst hefur verið að um upplýsingaleka hefur gætt hjá rannsóknarnefnd hneykslismála hér um borð! Einhvern veginn hefur það komist útí umræðuna að hinn marg umtalaði limur hafi verið umskorinn, en það verður að viðurkennast að það er rétt en varist verður nánari frétta af málinu að sinni!
Gætt hefur almennra óánægju með mælingar Ingibjargar og hafa menn fundið hinar ýmsustu afsakanir eins og sést á kommentum við síðustu færslu, Ingibjörg fékkst því til að fara aðra umferð með tommustokkinn og var einn sem hafði einhvern veginn náð að bæta upp kuldakastið sem hrjáði hann við fyrri mælingu og náði settu lágmarki fyrir grunaða einstaklinga en það mun hafa verið Björn Sigurðsson þó svo að hann hafi aftur verið tekinn af lista grunaðra eftir að upp komst að limur sá er um ræðir hafi verið umskorinn.
Ingibjörg var að sinna reglubundnu eftirliti sem yfirlesari kommenta er hún rak augun í komment ættað frá Hafnafirði þar sem ýjað var að því að Elvar Freyr gæti verið einn af grunuðum en Ingibjörg er enn að hlæja!!!
Eftir stendur að nú eru tveir menn grunaðir og verður það ekki upplýst hverjir það eru að svo stöddu en endilega fylgist með framvindu mála!
Gamlir áhafnameðlimir hafa haft samband við rannsóknarnefnd og gefið í skyn að um gamlar myndir sé að ræða en svo er ekki.


Nú á næstu dögum mun fara fram kjör á starfsmanni mánaðarins og er öllum heimilt að taka þátt í kjörinu á komment síðu færslunnar. Tilkynnt verður um kjörið á næsta laugardag.

Gullkorn dagsins á Hafliði Brynjólfsson en það hljómar einhvern veginn svona:

"Heyrðu, ég er með troðfullan munninn!Hvað heldurðu að ég heyri þá eitthvað í þér"


Að þessu sinni er ekkert lágmarks kommentafjöldi en það er ekki þar með sagt að næsta færsla komi skjótt ef enginn kommentar!

Bestu kveðjur til ykkar sem voru á Spáni(Barcelona). Endilega kommentið með mola úr ferðalaginu.
Einnig til þeirra sem ekki voru á Spáni.Endilega kommentið hvað þið hefðuð gert ef þið hefðuð verið á Spáni!!


Yfir og út.

03.10.2008 09:20

Tólfta kommentið komið í hús!

Jæja gott fólk!

Margt hefur á daga okkar drifið síðan í síðustu færslu!

Það er mér mikið gleðiefni að greina frá því að heimsóknir á síðuna hafa stóraukist síðan nýr fréttaritari hóf störf og eftir fyrstu færsluna frá honum var slegið nýtt met í kommentum! Vel að verki staðið það:) En þó er það ljóst að svona met eru ekki slegin nema fyrir tilstilli dyggra lesenda og ákafra stuðningsmanna og það ber að þakka! En einhverstaðar stóð "mikill vill meira" og því er markið sett á 15 komment fyrir næstu færslu!!!

Haldið var uppá stórafmæli hér um borð og var það Grétar Smári Hallbjörnsson sem átti tæplega 50 ára afmæli og er ekki úr vegi að óska honum innilega til hamingju með það! Og vorum við beðnir um að skila bestu kveðjum til hans frá stjórnarformanni Marlboro og Viceroy verksmiðjanna í ameríku og skilast það hér með!

Sjónvarpað var frá alþingi í kvöld og höfum við félagarnir kosið Steingrím J Sigfússon sem mann dagsins eftir frábæra ræðu og fyrir að láta Geira Hor og hina vesalingana í ríkisstjórninni heyra það á "Sjómannamáli" .

Við viljum eindregið hvetja samlanda okkar til þess að setja X við Vinstri græna, Framsókn og eða Frjálslynda í næstu kosningum sem eru því miður ekki á næstu dögum!

Rannsókn "hneykslismála" gengur vel. Þrír menn úr héraði liggja undir grun. Þó ber að nefna að hinn nýji og sívinsæli starfskraftur Elvar Fr Aðalsteinsson liggur ekki undir grun þó að látið hafi verið í það skýna í einni af komment færslunum sem hingað bárust:)  Vegna hagsmuna við rannsókn málsins er ekki hægt að birta mynd af getnaðarlimnum fyrr en að rannsókn lokinni.

Rannsóknarnefnd Arnars óskar eftir  vitnum til að bera kennsl á liminn sem um ræðir en hann er um 24cm að lengd og vel gilldur! Vitni eru beðin um að gefa sig fram við Komment dálk síðunnar!

Ágætis kropp hefur verið síðustu daga en eitthvað er farið að sverfa að, greinilegt að það er kreppa í hafinu líka!

Sjávarútvegssýningin stendur nú sem hæst í Kópavoginum og er mikill missir að komast ekki á hana!

Bestu kveðjur til Barcelona, salt og vindur í andlit?? Líka hjá okkur:)

Líf og fjör!!!

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236931
Samtals gestir: 77714
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 01:56:18

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar