Færslur: 2008 September

29.09.2008 03:17

Fréttaskot!

Komið sæl!

Nú er liðin rétt rúm vika af þessum túr og hefur gengið á ýmsu hér um borð!

Við erum komnir með 35 millur rúmar og erum alveg þokkalega sáttir með það! Nýr starfsmaður hóf störf í þessari veiðiferð og er það gamalreyndur atvinnubílstjóri búsettur í Hafnafirði að nafni Elvar Freyr Aðalsteinsson eigandi og framkvæmdarstjóri E-Aðalsteinsson ehf. Ekki er úr vegi að bjóða hann velkominn til starfa, en Elvar er gamalreyndur sjóari og hefur verið á skipum eins og Tjaldi, Gylfa, Engey(hvar er hún núna?) Arnari, Arnari, Arnari og svo enn og aftur á Arnari!!!!

Hneykslismál hafa skotið upp kollinum það sem af er túrnum og er það mál í rannsókn, en svo virðist sem einhver áhafnarmeðlimur hafi tekið myndavél ófrjálsri hendi og tekið mynd af eigin kynfærum!! Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur útilokað bæði Ingibjörgu og Katrínu einhverra hluta vegna! Nánar verður fjallað um málið þegar rannsókn er lokið!

Mikið hefur borið á rifrildi síðustu daga en því verður víst bara að taka eins og hverju öðru hundsbiti!

Þegar þessi orð eru skrifuð er rjómablíða og rómantíkin í loftinu,

Nú er komið að ykkur lesendur góðir, næsta bloggfærsla verður framkvæmd þegar búið er að setja inn ákveðið magn af kommentum:) Verið dugleg í kommentunum!!

Þetta er Jón Örn Stefánsson sem skrifar frá Arnari HU-1! 

29.09.2008 03:13

Er ekki tími tilkominn að blogga?

Sælir lesendur góðir!

Vegna fjölda áskoranna og mikils þrýstings áhanganda síðunnar hefur verið ráðinn nýr starfsmaður heimasíðunnar hjá Arnarsmönnum!
Þessi nýji starfsmaður heitir Jón Örn Stefánsson og er hér með boðinn velkominn til starfa!!

Með bestu kveðjum umsjónarmenn fjölmiðladeildar Arnars HU-1.
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236963
Samtals gestir: 77716
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 02:52:05

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar