Færslur: 2008 Júlí

30.07.2008 09:18

Fleiri ofurhetjur hafsins

Ef erfiðleika er við að etja,
einn okkur getur orðið foj.
Sá er okkar helsta hetja.
hárauði björninn Hellboy.Ekki viss um að sumum finnist þetta fyndið en ég er nú líka að hætta :-)

kveðja
Valdi vél

29.07.2008 08:40

Enn um ofurhetjur

Hér menn ekki mikið rausa,
og megna engu fári.
Tekið hafa nokkra hausa,
Hafliði og Grétar Smári.Fátt að frétta frekar en fyrri daginn.

kveðja
Valdi vél

28.07.2008 09:00

Súperhetjur

En drattast nú skal og draga til stafsins,
til dýrðar þeim súperhetjum hafsins.
Hér um borð við höfum þær í glás,
en helstan má þar nefna............Lítið að frétta, sullum í okkur ufsa og ýsu, sumum farið að hlakka til að ég hætti hérna.

Kveðja
Valdi vél

26.07.2008 02:13

Bloggleti

Einhverjir hafa verið að kveina og kvarta,
kveða síðuna litlu bloggi skarta.
Eflaust má nú um mér kenna,
ég er bara ekki þessu að nenna.
En drattast nú skal og draga til stafsins,
til dáðar þeim súperhetjum hafsins.Við erum búnir að blaðskellast austur og vestur og fiskirí upp og niður. Veður hefur verið með miklum ágætum.
Nokkuð er um ný andlit um borð svo gamlar hetjusögur hafa gengið í endurnýjun lífdaga og margar hverjar eflst gýfurlega.

Kveðja
Valdi vél

01.07.2008 23:01

Landsendagrunn

     Miðnætursólin    

Nú styttist þetta, við eigum að öllu óbreyttu að vera í landi sunnudaginn 6. júlí kl 12 á hádegi.  Við færðum okkur nær heimahöfn og erum núna steinsnar frá Skagaströnd (ntt. á Landsendagrunni) að mjatla í okkur orange karfa ásamt Málmeynni en þeir ætla að vera í landi á morgun samkvæmt Gróu á ganginum en þeir eru ekki ennþá búnir að senda okkur messann sinn þannig að þeir fá þá ekki rúgbrauðshleifinn eða kókkippuna. Við höfum að sjálfsögðu augun opin fyrir Hvítabjörnum á svamli og erum meira að segja búnir að útbúa snöru að hætti Bolvíkinga í kranann til að "bjarga" bjössanum.
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236963
Samtals gestir: 77716
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 02:52:05

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar