Færslur: 2008 Júní

23.06.2008 00:00

Fótboltahiti

     
Eftir nokkurra daga fótboltaveislu er komið stutt hlé á meðan liðin sem eru í undanúrslitum hvíla sig fyrir lokaátökin.
Við höfum fylgst spenntir með enda komum við á fót leik samsíða keppninni þarsem menn völdu sér tvö lið sem sáu síðan um að safna stigum fyrir leikmanninn.  Staðan í þessum skemmtilega leik er núna eftirfarandi.

1. Ársæll með Þýskaland og Sn, með 25 stig.
2. Oddur með Sn og Holland með 24 stig.
3. Baldur Magg með Rússland og Króatíu  með 21 stig.
4. Jonni Skipper með Rússland og Holland með 21 stig.
5. Rikki með Holland og Króatíu með 20 stig.
6. Gummi Henry með Þýskaland  og Portúgal með 18 stig.
7. Hugi með Þýskaland  og Portúgal með 18 stig.
8. Hansi með Þýskaland  og Ítalíu með 16 stig.
9. Addi með Frakkland og Holland með 11 stig.
10. Gunni Kokkur með Frakkland og Holland með 11 stig.
11. Arnar Haukur með Portúgal og Svíþjóð með 10 stig.
12. Kiddi með Portúgal og Grikkland með 7 stig.
13. Gunnar Á með Ítalíu og Pólland með 6 stig.

    
Mesta möguleika á Ársæll með tvö lið eftir en aðrir eru með eitt lið eftir í undanúrslitum eða færri.
Mikið drama hefur fylgt þessari keppni og hafa "öruggu" liðin eins og svo oft áður ekki reynst svo örugg.  Óvæntast er þó árangur Tyrkjanna sem slógu út öflugt lið Króatíu með seiglunna og baráttuna að vopni.
     Fótboltakveðjur af Reykjaneshryggnum þar sem ekkert er að glæðast nema geðveikisglampinn.

19.06.2008 07:20

17. júní

Hér í úthafskarfanum er lítið um að vera, fiskeríið með minnsta móti og menn æða um í snapinu og reyna að finna sér verkefni.  Sem betur fer er messinn búinn að vera sjóveikur nokkrum sinnum svo við höfum tvívegis fengið að skúra gangana og skrúbba klósettin.  Menn hafa rætt skotglaða skagfirðinga og bestu leiðirnar til að veiða ísbjörn lifandi.  17. júní var hápunktur hjá okkur, við fengum stærsta holið í túrnum, skitin 20 tonn og ungir sjómenn uppfullir af þjóðerniskennd flögguðu bláu, hvítu og rauðu á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar.
 

Tryggvi og Hansi hnýta fánahnútana.
Tryggvi og Hansi heilsa litunum.


Sævar Berg eignaðist sitt fyrsta barnabarn þann 17. og óskum við skipsfélagar honum innilega til hamingju með afatitilinn.
Ársæll, Guðjón og Oddur njóta sólarinnar.
Hér er þó ekki hægt að kvarta yfir veðrinu.
Málmey er á dóli hér í kringum okkur og passar sig á að hverfa okkur ekki sjónum, við fengum meira að segja nokkra þeirra í heimsókn hér um daginn og fengu þeir kaffi og með því.  Þeim leist þó ekki vel á skiptimessaprógramið sem við minntumst á við þá.  Við erum að spá í að bjóða eitthvað með okkar messa... rúgbrauðshleif eða kippu af kók.
Elvar fv. Arnarsmaður leiðir félaga sína um borð.

12.06.2008 19:17

Frá stjórn starfsmannafélagsins.

Ágætu félagar

 Grillið verður haldið í næstu inniveru á Skagaströnd.
Nánar auglýst síðar.

Ákveðið er að kanna utanlandsferð í haust.  Farið verður í 3-4 holum.  Stefnan er á Madrid, 3ja til 4ra daga ferð.
Nánari dagsetningar eiga eftir að koma í ljós.


Stjórnin 

08.06.2008 07:09

Brottför í 5. veiðiferð.

    

    Brottför var frá Róbertsskála með rútu og var mikil stemning og gleði í rútunni, sungið var bílstjóranum til heiðurs og sjómannavísur kveðnar að hætti Gylfa Ægis enda menn í sjöunda himni með frábæra sjómannahátíð um sjómannadagshelgina.  Stopp var gert í Borgarnesi og splæstu menn á sig sjeik og malt.
    Lagt var svo úr Reykjavíkurhöfn í fylgd Jósefs Stefáns á lóðsinum Leyni.  Viðey skartaði sínu fegursta í glampandi kvöldsólinni og menn stóðu orðlausir yfir fegurð eyjarinnar og Reykjavíkur.  Menn fylltust von um góða veiðiferð og bjartsýni ríkti meðal áhafnarinnar.
    Síðan eru liðnir fjórir dagar og heldur er dregið úr mönnum.  Veiði er í lágmarki hér á Reykjaneshrygg og menn farnir að hnýta snörur.  
    Nýr messi fylgdi okkur á sjó.  Grannur drengur með eindæmum, hvítur á hörund og limamikill, er hann nefndur Guðjón og er búið að bjóða hann í skiptum yfir á Málmeyna fyrir messann þeirra.  En sögur herma að þar sé fönguleg snót á ferðinni.  
    Búið er að bæta smávegis við í mannlegu hliðina og fleiri væntanlegir og myndir væntanlegar af sprengiholunum sem eru líka væntanleg.  :(
    P.S. Ómar biður að heilsa Benna og messinn mömmu sinni.

01.06.2008 10:33

Sjómannadagurinn

Til hamingju með daginn félagar.

Gærdagurinn á Skagaströnd var hin ágætasta skemmtun. Veðrið fínt og margt að gerast. Björgunarsveitarmenn Strandar eiga heiður skilið.

Fallbyssuskotið verður i mynnum haft.

Róðrakeppnin er náttúrulega stærsti viðburðurinn. Kepptu þar unglingasveitir, kvennasveitir og nú bar svo við að að tvær sveitir karla voru báðar frá Arnari HU

B - sveit Arnars stóð sig afspyrnuvel í þessari keppni, af hörku,  seiglu og snörpum ákvörðunum stýrimanns náði sveitin öðru sæti.

A - sveitin var næstsíðust.

Þannig að bikarinn var svo sem aldrei í hættu.

Veðrið í dag sýnist mér ætla að verða hið besta og rétt að koma sér út í stað þess að sitja við þetta bull.

kveðja
Valdi vél


  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236931
Samtals gestir: 77714
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 01:56:18

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar