Færslur: 2008 Apríl

28.04.2008 08:37

Flensa

Það var víst heldur snemmt að fagna sumri.
Búið að vera bræla síðan á fyrsta sumardag og ekki nóg með það heldur stakk sér niður flensa hér um borð. Staðfestur grunur er á því að annar Baaderkallinn hafi komið með þetta með sér. Lumbra þessi hefur lagt nokkra í koju og ekki er séð fyrir endann á þessari sóttkví.

Lumbra oft vill bestu menn buga
svo brestur þeirra móður.
Hiti, svimi og steinsmuga
og sjálfur ei vel góður.

Annars höfum við verið í ágætis veiði hérna fyrir austan.

Kveðja
Valdi vél

24.04.2008 20:52

Það er komið sumar!

Sól í heiði skín.

Það er nú alltaf sama þokan hérna fyrir austan. En semsagt sumarið er komið, vorverkum vonandi lokið, sauðburður og barningur á bílstjórum fyrir bí.
Það eru nú fleiri að berjast fyrir mannréttindum bílstjóra samanber frétt í mogganum í dag. Þar segir frá presti í Brasilíu sem er tíndur, hangandi neðan í blöðrum en hann vildi berjast fyrir aðstöðu til handa bílstjórum við þjóðvegina. Vílar líklega fyrir sér að horfa uppá útflatta bílstjórarassa gera þarfir sínar í guðsgrænni náttúrunni.
Arnar HU 1 komst líka í blöðin en það er frétt í mogganum í dag frá Óla Benna um furðufisk sem þeir fengu í síðasta túr. Pálsfiskur held ég að hann heiti.
Flott að fá blaðið svona út á sjó.
Eins og BM segir í bloggi sínu hérna á síðunni fórum við á sjó, á þriðjudaginn var, í blíðuveðri og veður hefur haldist gott þessa daga sem liðnir eru, enda mátti það líka alveg eftir brælur vetrarins.
Að lokum verð ég aðeins að setja út á þetta hjá BM, dálítið klúrt að tala um greddu svona fyrsta daginn í túrnum, finnst mér það heldur snemmt í veiðferðinni.

Gefa skal hollt heilræði,
og hafa skalt við vara.
Það er algert óðsmanns æði,
óriðinn á sjó að fara.

Gleðilegt sumar
Valdi vél

22.04.2008 19:37

Brottför!

Spegilsléttur sjór, tæp 20°C hiti, sól, og bros á hverju andliti því krónan er í frjálsu falli.
Þetta voru aðstæðurnar í hádeginu í dag þegar við héldum glaðir úr Skagastrandarhöfn, hetjur hafsins.  Framundan er 40 daga túr og þar af nokkrir dagar í úthafinu á karfanum í félagi við vini okkar Rússneska verksmiðjuflotann.  Við ætlum að moka inn peningunum í form sporðalífvera og koma graðir heim beint á sjómannadagsball.  Kveðjur til gröðu stelpnanna heima.
Farvell Harastaðahundar og bestu kveðjur til Óskars sem kom og fylgdi okkur úr höfn.

BM
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236963
Samtals gestir: 77716
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 02:52:05

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar