Færslur: 2008 Mars

17.03.2008 11:36

Að blogga

Í gær heimsóttu mig tveir ljótir og illa rakaðir einstaklingar af Arnari og báðu mig um að skrifa blogg á síðuna.
 Ég ætla að verða við þeirri bón svona eins og ég get og má vera að.
Arnar kom í land síðast þann 9. marz og fór aftur á sjó aðfararnótt föstudagsins síðasta.
Síðasti túr gekk með miklum ágætum og er helst að minnast úr túrnum, eilífum brælum.
Við byrjuðum fyrir austan og fórum svo suðurfyrir.
Síðasti túr var fyrsti túr eftir að við fengum tengingu við internetið frá V-Sat. Það er stutt frá að segja að þessi búnaður virkaði með miklum ágætum. Mikill munur að geta verið í slíkri tengingu við umheiminn.
Tveir áhafnarmeðlimir fóru í land í túrnum með öðrum skipum en að öðru leiti gekk þetta ágætlega fyrir sig.
Miklar umræður spunnust upp þegar barst sú tilkynning frá útgerð að við þyrftum að fara í land til að fá vottun frá rússneskum fiskkaupendum og sýndist sitt hverjum. Menn töldu jafnvel að um misskilning væri að ræða og hér væru "Vottar Jehóva" á ferð.
Annars er ég vélstjóri á skipinu og gæti því bloggið litast af því sem skeður í vélinni en það er bara gott því þar slær hjartað og þar bera menn bakbeinin í útgerð á Íslandi.
Kveðja
Valdi vél.
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 20
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 236931
Samtals gestir: 77714
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 01:56:18

Arnar HU-1

Heimasími:

8512046

Um:

Tegund Frystitogari
Kallmerki TF-AM
Heimahöfn Skagaströnd
Brúttótonn 1854.4
Mesta lengd 59.97
Breidd 13.0
Smíðaður í Noregi 1986
Fluttur inn 1996
Aðalvél Wärtsilä
Árgerð 1986
Hestöfl 4086
Afl í kW 3000
Útgerð Fisk Seafood

Tenglar